Húnavaka - 01.05.1980, Blaðsíða 188
186
HÚNAVAKA
til þess ráðs að aka mjólk til
Hvammstanga og er þar unninn
úr henni ostur, sem vel hefur
gengið að selja á innanlands-
markaði.
Nú er stefnt að því að
mjólkursamlagið hérna fari að
flytja unnar mjólkurvörur svo
sem smjör, skyr, súrmjólk og
rjóma vestur á Hvammstanga til
sölu þar, enda er gert ráð fyrir að
mjólkurbúið þar framleiði ekki
þessar vörur. Þessi samvinna á
því að leiða til meiri sveigjanleika
í framleiðslu mjólkurbúanna og
betri rekstursafkomu þeirra.
Þetta samstarf hefur gefist vel
og er fyrsta dæmið hér á landi um
slíka samvinnu mjólkurbúa sem
hvort um sig eru sjálfstæð fyrir-
tæki með sína eigin stjórn. Fram-
leiðsluráð hefur stutt að þessari
samvinnu og greitt fyrir henni
með þátttöku í flutningskostnaði
á mjólk vestur.
Innvegin mjólk til M.H. var á
s.l. ári 4.740.878 lítrar, sem er
175.979 lítrum minna en árið
1978 eða minnkun um 3.58%.
Mest var mjólkurframleiðslan í
Svínavatnshreppi þaðan komu
966.461 litri. Mjólkurbændum
fækkaði um 17 á s.l. ári og voru 83
í árslok 1979.
Eftirtaldir bændur lögðu inn
yfir 80 þús. lítra mjólkur.
Holti Líndal, Lítrar
Holtastöðum........ 154.062
Jóhannes Torfason,
Torfalæk........... 139.619
Páll Þórðarson,
Sauðanesi.......... 132.624
Valgarður Hilmarsson,
Fremstagili........ 109.050
Björn Magnússon,
Hólabaki........... 108.062
Stefán Á. Jónsson,
Kagaðarhóli........ 104.531
Sigurgeir Hannesson,
Stekkjardal......... 99.426
Ingvar Þorleifsson,
Sólheimum........... 87.772
Jóhann Jóhannsson,
Auðkúlu............. 86.511
Bjarni Sigurðsson,
Eyvindarstöðum .... 83.338
Jósef Magnússon,
Steinnesi........... 82.386
Jón Þorbjörnsson,
Snæringsstöðum .... 80.769
Hreinn Magnússon,
Leysingjastöðum .... 80.042
Guðmundur Pálsson,
Guðlaugsstöðum .... 80.027
Kaupfélagið.
Sala í verslunum félagsins varð
um 2.400 millj. kr. en það er um
47% aukning frá fyrra ári. Seld
voru 3.180 tonn af fóðurbæti, en
árið 1978 voru seld 3.210 tonn. Af
áburði voru seld 3.100 tonn, en
árið 1978 var salan 2.800 tonn.
Tveir nýir vörubílar voru
keyptir á árinu báðir af gerðinni
Scania LB 81. Annar verður not-