Húnavaka - 01.05.1980, Blaðsíða 93
HÚNAVAKA
91
tveir eða fleiri, ýmsa skemmtilega bragi og söngva við gítarundirleik.
Eitt mesta skemmtiefni, sem Húnvetningafélaginu hefur borist á
þessar árshátíðir, er koma Húnvetningakórsins í Reykjavík á árshá-
tíðina 1977, þarsem hann söng undir stjórn John Speigth. Þáskemmti
einu sinni héraðskunnur einsöngvari í Arnesþingi, Ingibjartur
Bjarnason í Hveragerði.
Auk árshátíða sinna hefur Húnvetningafélag Suðurlands haldið
fjölmargar kvöldvökur, tvær til þrjár á vetri. Þar hefur verið spiluð
félagsvist, notið góðra veitinga, sagðar sögur að norðan og flutt kvæði
hagyrðinganna. A þessum kvöldvökum hefur félagið komið sér upp
einu fjáröflunarstarfsemi sinni, bögglauppboðinu. Skúli Jónsson frá
Þórormstungu er uppboðshaldari félagsins, og hefur álitleg fjárhæð
komið inn með þessu móti.
Þessari fjárhæð hefur allri verið varið til kaupa á bókum í bókasöfn
elliheimilanna á Hvammstanga og Blönduósi, eins og félagsstjórnin
ályktaði í upphafi starfsins. Arlega eru 7—8 bókatitlar sendir á hvorn
stað, og hafa þessar sendingar verið þakksamlega þegnar og án efa
mikið lesnar.
Áður var vikið að fyrsta ferðalagi félaga úr Húnvetningafélaginu til
Hveravalla. Þann 16. ágúst 1970 var næsta ferð farin, og stóð félagið
eitt fyrir henni. Ferðast var þá um Suðurnes, og næsta sumar, þann 25.
júlí 1971, fóru 40 Húnvetningar og gestir þeirra að skoða Borgarfjörð.
23. júlí 1972 er farin skemmtiferð austur á Síðu með endastöð á
Kirkjubæjarklaustri, og er þess getið, að svo eftirsótt hafi þetta ferða-
lag verið, að 44 manna rúta rúmaði varla þátttakendur. Margir
krakkar urðu að sitja á kjaftastólum, og hafa þátttakendur þá verið
um 55. Skemmtiferðir voru síðar upp í Landmannalaugar, 1974, og
um Snæfellsnes, 1975.
Mesta ferð félagsins, og líklega stærsta einstakt verkefni þess, var
skemmtiferðin norður í Húnaþing 6—8. júlí 1973. Tildrög þessa voru
þau, að vestur-húnvetnskt bændafólk kom í kynnisför til Suðurlands
sumarið 1972, og í júní 1973 komu austur-húnvetnskar orlofskonur
einnig suður. Húnvetningafélagið tók á móti bændunum á Selfossi, og
þeir Pétur M. Sigurðsson og Einar Sigurðsson voru leiðsögumenn
orlofskvennanna, sem einnig þágu kaffiboð á Selfossi hjá félaginu. Nú
var röðin komin að Húnvetningum sunnanlands að banka uppá fyrir
norðan.
Föstudaginn 6. júlí 1973 var haldið af stað á tveimur fólksflutn-