Húnavaka - 01.05.1980, Blaðsíða 164
162
HÚNAVAKA
heill og hamingju fjölskyldu sinnar. Starf sitt vann hún í kyrrþey, en
hennar æðsta gleði var að helga krafta sína velferð annarra.
Útför hennar fór fram frá Blönduóskirkju 26. maí en jarðsett var í
heimagrafreit i Miðhópi.
Magnús Björnsson, frá Hnausum, andaðist 9. júní í Reykjavík. Hann
var fæddur 11. júní 1903 að Sauðanesi á Ásum. Foreldrar hans voru
Björn Kristófersson, Finnbogasonar frá Stóra-Fjalli í Borgarfirði og
var amma hans í föðurætt Helga Pétursdóttir, Ottesens sýslumanns og
kona hans, Sigríður Bjarnadóttir, Jónssonar frá Kálfanesi á Strönd-
um, síðar í Flatey á Breiðafirði. En amma Sigríðar í móðurætt var
Ragnheiður Sigurðardóttir, prests að Stað í Steingrímsfirði.
Björn og Sigríður eignuðust 5 börn en áður átti Björn 4 börn með
fyrri konu sinni Ingibjörgu Þorvarðardóttur, er ættuð var úr Víðidal.
Ólst því Magnús upp í stórum barnahópi og eru nú eftirlifandi
þeirra systkina Guðríður, alsystir Magnúsar, kona Ara Jónssonar, og
Lárus hálfbróðir hans, er dvelur í hárri elli í Reykjavík.
Þriggja ára gamall flutti hann, ásamt foreldrum sínum frá Sauða-
nesi að Miðhópi, harðindavorið 1906. Höfðu vorharðindi verið mikil
hér norðanlands og víða heyskortur og bjargarskortur. Fór Björn faðir
Magnúsar eigi varhluta af harðindunum, en sagan segir að Pétur
föðurbróðir Magnúsar, er bjó að Stóru-Borg, hefði birgt hann upp af
heyi. Komst hann því vel af með fénað sinn. Sýnir þetta m.a.
rausnarskap og samheldni, er jafnan hefir einkennt þá ættmenn.
Árið eftir eða 1907 flytur faðir hans að Hnausum í Þingi en þar átti
Magnús eftir að búa nær alla æfi. Við engan stað batt hann jafn mikla
tryggð, né unni meira.
Árið 1911 missti Magnús föður sinn, er fórst af slysförum. Brá þá
móðir hans búi og flytur fyrst búferlum að Geirastöðum í Þingi og
síðar að Þingeyrum, þar sem hún var í húsmennsku, uns hún tók sig
upp og flutti alfarin til Reykjavíkur, þar sem hún andaðist.
Eins og títt var um unglinga til sveita á þessum árum, fór Magnús
að vinna fyrir sér um fermingaraldur. Var hann á ýmsum bæjum í
Sveinsstaðahreppi í vinnumennsku, m.a. á Þingeyrum hjá frú Huldu
og Jóni S. Pálmasyni er þar bjuggu. Mat Jón mjög dugnað hans og
trúmennsku í störfum.
Síðan flutti hann að Hnausum, þar sem hann kom sér upp nokkrum