Húnavaka - 01.05.1980, Blaðsíða 108
106
HÚNAVAKA
Elínar Briem ber þess vott að hún vildi eigi vera undir aðra gefin,
heldur höfðingskona, sjálfs síns herra í starfi sínu.
Elín kom upp árið 1883, samskipa henni voru Þjóðverjar, sem hafa
ritað ferðabók sína, þar segir svo:
Fremsti maður á Sauðárkróki er Eggert Briem, karlmenni mikið, í
einkennisbúningi eins og gamall lögsögumaður frá söguöld. Kona
hans, virðuleg eldri kona, dugnaðarleg en þó mild á svip, ímynd
heiðvirðrar norrænnar konu frá fyrri tímum, róleg og alvörugefin,
þrautseig og fær um að lifa lífi sem krefst sjálfsafneitunar, erfiðis og
vinnu. Þannig er lýsing á sýslumannshjónunum.
Dóttirin Elín Briem var nú ekki í hinum látlausa islenzka hvers-
dagsbúningi sem við höfðum séð hana í á skipinu, heldur í hátíða-
búningi íslenzkra kvenna. I svartri peysu utanyfir kjólnum með rauð-
an klút um hálsinn og rauða svuntu, sem höfuðskart bar hún eins og
móðir hennar litlu kolluna með þungum skúfi sem hangir niður á
öxlina.
Þannig leit þá unga stúlkan Elín Briem út er hún kom til Skaga-
strandar, sumarið 1883, til að stofna kvennaskóla á Ytri-Ey, er hún
stýrði frá 1883-1895.
Ber lýsingin á foreldrum hennar þess vott að margt gott tók hún í arf
frá þeim. Við sjáum hana fulls hugar um að gefast ekki upp og bera
höfuðið hátt. Hún tók fyrirmennsku frá föður sínum og þrautseigju og
dugnað frá móður sinni.
Til er lýsing á Elínu, sem segir svo:
Það eitt sem einkenndi hana var hvað hún bar höfuðið hátt og
fallega svo að hreini og djarfmannlegi og göfuglegi svipurinn kom
betur í ljós.
Hvernig var þá aðkoman. Á fyrri hluta þess tímabils, er Elín var
skólastýra á Ytri-Ey, var erfitt aldarfar. Var þá oft hafís fyrir landi og
skortur svo mikill að skip kom hlaðið frá Englandi með gjafakorn og
hey til Húnaflóahafna 1882. Á slíkum harðindaárum var þá ekki
óþekkt að Hólaskóli væri styttur eða leystur upp sökum matarskorts á
18. öld. Ekkert slíkt kom fyrir á Ytri-Ey. Skólanum farnaðist vel og
dafnaði undir stjórn skólastýru hans. Án efa var hann á þessum árum
mikil stoð þess að auka trú fólksins á landinu, en unga fólkið sópaðist
mjög í burtu úr Húnavatnssýslu til Vesturheims.
Skólinn tók á móti allt að 37 námsmeyjum, sem voru eldri en 15 ára
og má ætla að þar hafi þótt húsrúm lítið móts við jafna tölu náms-