Húnavaka - 01.05.1980, Blaðsíða 114
112
HÚNAVAKA
Skólinn tók síðan til starfa 26. október 1879 með 5 stúlkum og stóð
námskeiðið í 9 vikur. Voru alls 3 námskeið yfir veturinn. Seinni ár
tíðkaðist að sama stúlkan væri á fleirum en einu námskeiði.
Skólinn var fyrsta árið á Undirfelli, tvö næstu á Lækjamóti, 4. og 5.
árið hjá Birni Sigfússyni, sem þá bjó á Hofi. Þá bauðst Ytri-Ey til
kaups, sem skólasetur og var það þegið, þó að Björn Sigfússon hefði
mikið lagt á sig að undirbúa skólabyggingu í Hnausum, hinu forna
höfuðbóli og læknissetri.
Skólinn fékk landsvæðið fyrir sunnan Eyjará, en síðar alla jörðina.
Á Ytri-Ey átti að hafa búskap og var byrjað með 2 kýr. Áttu stúlkurnar
að læra meðal annars meðferð mjólkur. Var fengin sérstök kennslu-
kona til að annast þá kennslu.
Þegar skólinn fluttist að Ytri-Ey var ráðin að honum sem forstöðu-
kona Elín Briem, sýslumannsdóttir frá Reynistað. Hafði hún verið
erlendis. Þótti hún afburðakennari.
Þegar skólinn byrjaði á Ytri-Ey var hann ætlaður fyrir 20 náms-
meyjar og skyldi námið standa í 2 vetur. Kennd var skrift, réttritun,
reikningur, landafræði, íslandssaga, mannkynssaga, danska, söngur,
fatasaumur, útsaumur og ýmsar hannyrðir aðrar, þvottur og mat-
reiðsla.
Það má segja að nokkuð fjölbrautarsnið hafi verið á skólanum.
Stúlkurnar þurftu allar að læra kjarna, svo notað sé nútíma skólamál,
en gátu sleppt öðrum fögum, sem þær réðu ekki við og lært önnur sem
þær höfðu áhuga á.
í byrjun var ein kennslukona með Elínu, en brátt varð orðstír
skólans slíkur um allt land og aðsóknin svo mikil að þrátt fyrir stækk-
un skólans, kom að því að byggja þurfti nýtt hús.
Þar sem margir höfðu alltaf verið óánægðir með staðsetningu skól-
ans, þar á meðal Björn Sigfússon, var ákveðið að flytja skólann til
Blönduóss. í febrúar 1901 er talað við smið frá Akureyri um að byggja
veglegt timburhús fyrir skólann og skyldi það vera til um haustið, sem
og varð.
Var öllum kennslukonum sagt upp starfi, því byrja átti með nýja
starfskrafta í hinni nýju byggingu. — Var Elín Briem beðin að taka
aftur við skólastjórn, en hún hafði farið frá skólanum fyrir 6 árum,
þegar hún gifti sig. — Aðsóknin var mjög góð að skólanum, allt upp í
40 stúlkur og hafa flestar verið um 50.
Ákveðið var að skólinn skyldi vera þriggja vetra skóli en það hafði
\