Húnavaka - 01.05.1980, Blaðsíða 97
HÚNAVAKA
95
bæinn Svínavatn. Og þaðan lá hún út með hálsinum fyrir ofan Sól-
heima og áfram vestan í Auðnufelli og upp á hálsinn út og upp frá
Auðnukoti. Síðan var farið út og austur yfir hálsinn fyrir ofan Hamar,
um Gunnfríðarstaði, út Holtastaðareit og á Blönddælingaleið hjá
Dísukofanum, sem kenndur var við Dísu gömlu í Reitnum, konu
nokkra er Valdís hét og bjó í kofa í Holtastaðareit.
Kaupstaðaleiðir úr Svínadal voru dálítið breytilegar eftir að kom á
hreppamörk um Kænutanga sunnan Reykjabótar. Úr öllum Svínadal
að austan og út að Snæringsstöðum að vestan, lá leiðin út með
Svínadalsá og varð oft að fara yfir hana sitt á hvað út í Grundarnes.
Þaðan lá leiðin yfir Vatnsvíkina, var torfvarða á austurbakkanum sem
vísaði leiðina austur yfir. Frá Grund og Geithömrum lágu slóðirnar
eftir Geithamrahólum, skiptust þær utan og neðan Geithamra og var
leiðin að Grund neðan við Kirkjustein og þaðan suður mýrina um
Merkjalæk. Úr Vatnsvíkinni og út í Reykjabót var farið í fjörunni
undir vatnsbakkanum, nema á örstuttum kafla við Bergin, þar var
farið upp á bakkann.
Frá Kænutanga lá venjulega leiðin út yfir Reykjabót, út fyrir vestan
Orrastaði austan við Deildartjörn en skiptist við tjörnina. Lá önnur
leiðin út Hurðarbaksás um bæinn Hurðarbak, út í Holtsmóa vestan í
Holtsbungu. Þaðan að Laxá um svokallað Prestavað og síðan út
Hjaltabakkamela út á Efribrekku. Hin leiðin lá yfir Deildartjarnar-
endann að norðanverðu og vestur á Meðalheimsás, og norðan við
túnið í Meðalheimi, út á Breiðás og áfram að Prestavaði á Laxá.
Þriðja leiðin lá frá Kænutanga yfir Illukeldu upp Bótarholt sunnan
við Reyki og vestur Reykjabraut. Ofan með Giljá, vestan við Beina-
keldu, út yfir Þúfnalækinn um Gullstein og þaðan út Skinnastaðamela
um Húnsstaði að Laxá.
Eftir að Húnvetningabraut var lögð fram Torfalækjarflóann, var
yfirleitt farið vestur Reykjabraut með allar lestir úr Svínadal, og
lögðust þá Asaslóðirnar að mestu niður, nema helst með sláturfé.
Þá er að geta um flutninga eftir þessum króka- og torfæruleiðum.
Allt var flutt á kiökkum þegar ég þekkti fyrst til. Öll matvara, ásamt
fleiru, var pöntuð hjá pöntunardeild Kaupfélagsins af öllum þorra
heimila, þó að einhverjir hafi skipt við kaupmenn að hluta. Var því
farin lestarferð fljótlega eftir að pöntun kom til Blönduóss. Voru þá oft
margir saman með stórar og langar lestir. Önnur lestarferð var svo
farin með ullina rétt fyrir slátt, og fóru þá iðulega kvenfólk og ung-