Húnavaka - 01.05.1980, Blaðsíða 168
166
HÚNAVAKA
Sigfús var sjúklingur um árabil og síðustu sjö ár æfinnar dvaldi
hann á Héraðshæli A.-Húnvetninga, þar sem hann lést eftir langa og
erfiða sjúkralegu.
Sigfús Bjarnason var maður greindur, hógvær en nokkuð dulur.
Hann var starfsmaður mikill, glaðsinna og traustur maður í hvívetna.
Utför hans fór fram frá Þingeyrakirkju 31. júli.
HaraldurEyjólfsson frá Gautsdal varð bráðkvaddur 31. júlí. Hann var
fæddur 11. júní 1896 að Lásakoti á Álftanesi. Foreldrar hans voru
Eyjólfur ísaksson, bóndi í Melshúsum á Álftanesi og kona hans Sólveig
Hjálmarsdóttir, er ættuð var úr Vatnsdal.
Eyjólfur faðir hans kom hingað norður, sem kaupamaður, en nyrðra
kynntust foreldrar hans. Fluttu þau síðar suður og bjuggu í nokkur ár
í Lásakoti. Voru systkini hans sjö og eru tvær systur hans á lífi og
búsettar syðra. Fjögurra ára að aldri flutti hann með foreldrum sínum
til Sauðárkróks, þar sem faðir hans stundaði verkamannavinnu ásamt
sjóróðrum. Var fátækt mikil á þeim árum hjá öllum þorra fólks á
Sauðárkróki, eins og í öðrum sjávarþorpum víðsvegar um landið.
Voru aðstæður og erfiðar hjá foreldrum hans, svo að honum var komið
fyrir hjá vandalausum að Hóli í Sæmundarhlið í Skagafirði. Kynntist
hann þar mikilli vinnu, eins og titt var um börn og unglinga á þeim
árum.
Árið 1914 fluttist Haraldur vestur í Húnaþing og fór þá að Gauts-
dal, sem vinnumaður til Jóns Pálmasonar og konu hans Maríu, en hún
var systir Haraldar. Var hann þar næstu fjögur árin, en fór þá að
Þverárdal og var þar vinnumaður um tveggja ára skeið.
Sumarið 1920, réðist hann kaupamaður til Jóns í Haga í Þingi.
Kynntist hann þar konu sinni Sigurbjörgu, er var dóttir Jóns og gengu
þau i hjónaband í október 1922.
Vorið 1923 hófu þau búskap að Hlíð á Vatnsnesi, þar sem þau
bjuggu um þriggja ára skeið. Fluttu þau síðan aftur að Haga og
bjuggu þar önnur þrjú ár. Síðan eða árið 1929 fluttu þau að Gautsdal
á Laxárdal, en við þann bæ var Haraldur jafnan kenndur. Var jörðin
rúin nær öllum húsum er þau komu þangað, túnið þýft og ræktun lítil.
Voru erfiðir tímar framundan, en heimskreppan mikla var að skella á
um þær mundir. Byggði Haraldur upp íbúðarhúsið og hóf nokkra
ræktun. Árið 1947 var allt fé hans skorið niður vegna mæðiveiki, og er