Húnavaka - 01.05.1980, Blaðsíða 70
BJÖRN BERGMANN:
Rýnt í gömul rit
í Vatnsdæla sögu er skýrt frá því, er Finna ein fjölkunnug spáði fyrir
Ingimundi gamla og tveim fóstbræðrum hans, sem þá voru ungir
menn í Noregi, að fyrir þeim lægi að flytja til Islands og festa byggð
sína þar. Ingimundur tók spánni illa og kvaðst aldrei ætla sér að koma
í eyðibyggðir þær. En Finnan sagði: „Þetta mun fram koma, sem ég
segi, og það til marks, að hlutur er horfinn úr pússi þínum, sá er
Haraldur konungur gaf þér í Hafursfirði, og er hann nú kominn í holt
það, er þú munt byggja,. . . og þá er þú reisir bæ þinn, mun saga mín
sannast“. Nokkur hluti spárinnar rættist þegar í stað því að „um
morguninn eftir leitaði Ingimundur hlutarins og fann eigi. Það þótti
honum eigi góðs viti.“ Fóstbræður Ingimundar, Grímur og Hró-
mundur, hugðu „að eigi mundu tjóa að brjótast gegn forlögunum“ og
fluttu báðir þegar á næsta vori. En Ingimundur sagði: „Eigi mun ég
þangað, og mun það skilja með okkur.“ Sat hann eftir í Noregi, „tók
við fjárforráðum og öllum eignum“ föður síns að honum látnum,
giftist dóttur Þóris jarls þegjanda og hugðist nema yndi í ættbyggð
sinni. Honum reyndist þó örðugt að spyrna gegn forlögunum og að
honum hvarflaði Islandsferð. Hann vildi þó ekki rasa um ráð fram og
kvaðst „ætla að gera eftir Finnum þeim, er mér sýni héraðs vöxt og
lands skipun þar sem ég skal vera, og ætla ég að senda þá til íslands“.
Einnig kvað hann sér „fýst á að vita, hvort hann fyndi hlutinn eða eigi,
þá er grafið væri fyrir öndvegissúlum hans.“ Fékk hann þrjá Finna til
að fara hamförum til Islands. Eftir þrjár nætur komu þeir til baka og
lýstu landinu og leitinni að hlutnum. Þeir sögðu: „Þar komu vér á
land, sem þrír firðir gengu af landnorðri og vötn voru mikil fyrir innan
einn fjörðinn. Síðan komu vér í dal einn djúpan, og í dalnum undir
fjalli einu voru holt nokkur. Þar var byggilegur hvammur, og þar í
holtinu öðru var hluturinn, og er vér ætluðum að taka hann, þá skaust
hann í annað holtið, og svo sem vér sóttum eftir, þá hljóp hann æ