Húnavaka - 01.05.1984, Blaðsíða 16
14
HUNAVAKA
eftir verður þeim skipað eftir stafrófsröð eins og raunar hefur tíðkazt
um orðskviði síðan löngu fyrir daga Ingimundar gamla á Hofi. Ég á í
fórum mínum eintak af orðskviðasafni (Proverbiorum Liber) Beda prests
hins fróða (673-735), og fylgir hann þeirri fornu hefð að raða þeim í
réttri stafrófsröð.
Þegar vitnað er í Grettlu er miðað við blaðsíðutal í útgáfu Guðna
Jónssonar í íslenzkum fornritum (1937). Um önnur rit er beitt þeirri
aðferð að geta í svigum útkomuárs og blaðsíðutals, nema þar sem
annars er getið.
1. Allt mun fyrir eitt koma. (252). Til samanburðar má minna á
Konráðs sögu (1949: 298), „En allt skal honum fyrir eitt koma“.
2. Allt verður til fjárins unnið. (189).
3. Ber er hver á bakinu, nema sér bróður eigi. (260). Njála (1954: 436)
hefur öðruvísi orðalag: „Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi“.
Þetta er einn af þeim fornu norrænu orðskviðum, sem danski fræði-
maðurinn Saxó hinn málspaki (d. 1216) notar í Danasögu sinni.
4. *Dugi hver sem má. 1 Grettlu (67) er þetta að vísu ekki spakmæli,
þar sem orðið „nú“ flýtur með. Tvívegis í Karlamagnúss sögu er
svipuðum hvatningarorðum beitt: „Dugi nú hver sem drenarur er til“.
(1954: 592 og 662).
5. Eigi er sopið, þó að i ausuna sé komið. (183). Tilbrigði við þennan
málshátt er í Þórðar sögu hreðu (11. kap.) „Eigi er enn sopið kálið, þó
að í ausuna sé komið“, þar sem orðið kál merkir „súpu“, en hún getur
verið alltof heit til að spæna í sig.
6. *Eigi lát þér að einu getið. „Eigi læt ég mér að einu getið“, segir
Grettir við konuna í Bárðardal (210), ogá hann þá við, að hann láti sér
ekki geðjast einungis að einum hlut. Eitt af heilræðum Hávamála
(127. v.) hljóðar svo: Lát þér að góðu getið.
7. *Eigi má við öllu sjá. Hér eins og víðar notar Grettla orðið nú, svo
þar telst setningin ekki til spakmæla. (169). 1 Jarlmanns sögu og
Hermanns (1936: 36) segir: „Ekki má nú við öllu sjá“. Náskylt þessu er
fornyrði í Málsháttakvæði (19. v.): „Engi of sér við öllum rokum“.
Sbr. nr. 53.
8. *Eigi má vita, fyrr en reynt er. „Önundur kvað það eigi vita mega,
fyrr en reynt væri“. (11).
Sbr. nr. 95.
9. Eigi má vita, hverjum að mestu gagni kemur, um það er lýkur. (60-61).