Húnavaka - 01.05.1984, Blaðsíða 23
HUNAVAKA
21
nokkurn vísdóm þykjast hafa í sér skulu svo blindir vera, að þá eru
óvísastir er sem mest liggur á“. Dínus s. drambl. (1960: 72).
79. Skýzt þeim mörgum vísdómurinn, sem betri von er að. (40). „Skýzt, þótt
skýr sé“. (Mh). Sbr. einnig „Misvitur er Njáll“. Njála. (113).
80. Spá er spaks geta. (104). Orðskviður þessi er einnig í Jómsvíkinga
sögu, Konráðs sögu (258) og Laurentíus sögu (1852: 868). í Jóns sögu
helga (1852: 152) hljóðar hann „Spá er það, er spakir mæla“ og í
Þorláks sögu helga (1852: 89): „Það er spá, er spakir mæla“.
81. Spyrja er bezt til válegra pegna. Hænsa-Þóris s. (18), Fóstbræðra s.
(1960: 91), Gunnars þ. Þiðrandabana (2. kap.). Þetta spakmæli er
bergmálað í Grettlu (189): „Spyrja þyki mér bezt við hann að eiga“.
82. Svík þú aldrei lánardrottin þinn. (181, 259). Einnig í Njálu (201),
Flateyjarbók I (1944: 263), Hervarar s.
83. Svo bregzt / á banadœgri / hölda hugur / sem heill bilar. (203). Náskylt
er orðalagið í Orms þ. Stórólfssonar (7. kap.): „Svo bregzt hverjum / á
banadægri / hjarta og hugur / sem heill bilar“. I Victors sögu og
Blávus (1962: 24) segir: „Er það og satt, að enginn má treysta sínu
megni eða riddaraskap, ef banadægrið er komið“.
84. Svo skal böl baeta, að bíða annað meira. (153). Með þessum orðum
huggar Grettir móður sína, eftir að hún hefur misst bónda sinn og
elzta soninn og Grettir er orðinn útlagi. Sjá einnig Alexanders sögu
(56) og Flateyjarbók II (1945: 447).
85. Trú þú engum svovel, að þú trúir eigi bezt sjálfum þér. (218). „Það hefir
oft að borizt, að sá maður er vel trúir öðrum manni að sá verður
svikinn af þeim“. Þiðreks s. (223). „Engum skyldi maður treystast, því
að sá kann menn mest að blekkja, er hann hefir mestan trúnað á“.
Fljótsdæla (290). „Oft þig tælir / sá er þú trúað hefir“. Hugsvinnsmál
(29).
86. Um skal nú lúka á einhvern hátt. (257).
87. Vandsénir eru margir. (218). „Margur er vandsénn og leynist um
stundar sakir undir betri ásjónu en hann hefir“. Isl. æventýri (291).
Grettir talar af reynslu, þegar hann segir: „Eru þér og vandsénir,
skógarmennirnir“. (179).
88. *Varastu óvini þína. „Er þér kennt að varast óvini þína“. (172).
„Óvinum þínum / trúðu aldregi, / þótt fagurt mæli fyrir“. Sólarljóð
(19).
89. Verður hver þá að fara, er hann er feigur. (205). Ýmsir aðrir máls-