Húnavaka - 01.05.1984, Blaðsíða 183
HUNAVAKA
181
Reksturinn hefur gengið nokk-
uð vel á s.l. ári. Þó virðast mjög
óvenjulegar aðstæður hafa skap-
að samslátt milli Byggðalínunnar
og dreifilínu við Galtanes í Vest-
ur-Húnavatnssýslu um s.l. ára-
mót og aftur seinna. Þetta olli þó
nokkrum truflunum og skemmd-
um í nágrenninu. Ekki hefur ver-
ið hægt að skýra þetta, þar sem
bil milli línanna var yfir lág-
markskröfum og bygging þeirra
samkvæmt settum reglum. Ein-
hver óvenjuleg náttúrufyrirbæri,
hvirfilvindar eða þ.h. virðast hafa
orsakað þetta. Nú hefur dreifilín-
unni verið breytt, bætt í hana
staur, til þess að reyna að fyrir-
byggja að þetta endurtaki sig.
Birgðastöð Svæðisstöðvar RA-
RIK á Blönduósi, var gerð fok-
held á s.l. ári. Húsið er 370 m2 að
flatarmáli. Þar verður aðstaða
fyrir vinnuflokka, birgða- og
tækjavörslu og viðgerðir á gömlu
efni og tækjum. Hér er um aðal-
birgðastöð fyrir Norðurland
vestra að ræða. Sett var upp fær-
anleg varaaflsstöð (diselstöð) 800
kw á Hofsósi, en þar hefur ekkert
varaafl verið fyrr.
Skipulag Rafmagnsveitna rík-
isins hefur verið til endurskoðun-
ar af ráðgjafafyrirtækinu Hag-
vangi h.f., að beiðni iðnaðarráð-
herra. Akveðið hefur verið að fara
að mestu eftir tillögum ráðgjaf-
anna, enda hníga þær í sömu átt
og Rafmagnsveiturnar hafa
stefnt að, þrátt fyrir að mun
hægar hafi farið. Nýja skipulagið
tók gildi 15. febr. s.l. Megin inn-
tak breytingarinnar er, að
ábyrgðar- og valsvið rekstrar-
svæðanna verður aukið. Þau skuli
gera rekstrar- og framkvæmda-
áætlanir til 2 og 5 ára og verði
fjárhagslega ábyrgari en áður.
Stjórnskipulega heyra svæðis-
rafveitustjórar nú beint undir
rafmagnsveitustjóra í stað rekstr-
arstjóra.
Nú eru tvær aðaldeildir á að-
alskrifstofunni í Reykjavík,
tæknisvið og fjármálasvið. Má
því segja að framkvæmdastjórn
fyrirtækisins skipi forstöðumaður
tæknisviðs, forstöðumaður fjár-
málasviðs og svæðisrafveitustjór-
arnir fimm, þ.e. fyrir Vesturland,
Norðurland vestra, Norðurland
eystra, Austurland og Suðurland,
auk rafmagnsveitustjóra. Með
þessari breytingu verður ýmis
vinnsla, svo sem áætlanagerð,
tæknistörf, gagnavinnsla, bók-
hald, tölvuvinnsla fært frá aðal-
skrifstofu út á svæðisskrifstofurn-
ar, að svo miklu leyti sem það
þykir skynsamlegt og hagkvæmt.
Vonandi verður þessi breyting til
þess að auka valddreifingu í fyr-
irtækinu og skapa meiri hag-
kvæmni í rekstri og uppbygg-
ingu.
Sigurður Eymundsson.