Húnavaka - 01.05.1984, Blaðsíða 130
EGGERT LÁRUSSON, Hjarðartungu tók saman:
Aðalpóstleið
um Húnavatnssýslu
1 ísafold, miðvikudaginn 25. febrúar 1891, segir:
„Þetta mál var rætt á sýslufundi Húnvetninga í vetur, eins og hér
segir, úr bréfi að norðan 10. þ.m.: „Eins og kunnugt er hefur menn
mjög greint á um það, hvar heppilegast mundi að leggja aðalpóst-
veginn um austursýsluna, hvort heldur frá Stórugiljá um Reyki, fram
með Svínavatni að austanverðu, og yfir um Blöndu á Tunguvaði, eða
frá Stórugiljá um Blönduós fram Langadal. Fremri leiðin er að vísu
beinni og mun þar af leiðandi lítið eitt skemmri, og þessi kostur
hennar nægði til þess, að hinn útlendi vegfræðingur, sem átti að segja
álit sitt í þessu efni, áleit rétt að gjöra hana að aðalpóstleið.
Þeir ókostir fundust honum víst ekki nema smáræði, að hér er um
ekkert hentugt brúarstæði að ræða á Blöndu, og ómögulegt er að gjöra
greiðan veg á þessari leið, nema með þeim stórkostnaði, sem álíta má
lítt kljúfandi fyrir landssjóð, eins og fjárhagurinn er nú, og í mörg horn
er að líta. Einnig er ekki að sjá, að hann hafi gjört mikið úr Svartá sem
farartálma, er oft reynist hið versta vatnsfall. En þegar litið er á, að
vegfræðingurinn var erlendur maður, lítt kunnugur öllum högum
þjóðarinnar, er það afsakanlegt, þótt miður tækist en skyldi með þessa
álitsgjörð hans. Hitt gegnir fremur furðu, að meiri hluti amtsráðsins
skyldi verða honum samdóma, þrátt fyrir upplýsingar minni hlutans i
málinu, umboðsmanns B. G. Blöndals, sem vitanlega er gagnkunn-
ugur leiðinni, og mælti mjög á móti áliti vegfræðingsins.
Þegar nú mál þetta kom fyrir sýslunefndina, varð það samhljóða
álit allra sýslunefndarmanna, nema sýslunefndarmannsins úr Svína-
vatnshreppi, að póstleiðin skyldi leggjast um Blönduós og fram
Langadal, og mun sú ályktun í samræmi við eindregið álit, ósk og vilja
allra sýslubúa, nema Svínavatnshreppsmanna einna, sem auðvitað