Húnavaka - 01.05.1984, Blaðsíða 156
154
HÚNAVAKA
fósturs Ragnar Þórarinsson, bifreiðarstjóra á Blönduósi, þá ungan að
árum og gekk hún honum i móðurstað.
Þau hjón bjuggu í Steinnesi um tíu ára skeið gagnsömu búi, sem
einkenndist mjög af snyrtimennsku, utanbæjar ög innan. Ræktuðu
þau og bættu jarðarhluta sinn allmikið á þessum árum. Árið 1940
missti hún mann sinn og bjó eftir það eitt ár, en brá síðan búi og seldi
það. Eftir það vann hún þeim prófastshjónum að hluta, en stundaði
saumaskap og bjó útaf fyrir sig. Var hún mjög vandvirk og dugleg við
sauma sína og lét ekkert frá sér fara, sem ekki þoldi allan samanburð.
Saumaði hún m.a. íslenska þjóðbúninginn.
Árið 1967 lét sr. Þorsteinn af störfum sakir aldurs og flutti hún þá til
Reykjavíkur með þeim prófastshjónum og bjó hjá þeim að Bugðulæk
13.
Sigurlaug var trygg og trú lífsköllun sinni. Hún var mikill styrkur
prófastshjónunum í Steinnesi og börnum þeirra, enda voru þessar
fjölskyldur mjög samrýmdar svo aldrei bar skugga á.
Útför hennar fór fram frá Þingeyrakirkju, 30. apríl 1983.
Sveinn Ellertsson, fyrrverandi mjólkurbússtjóri, Blönduósi lést 14.
apríl á Héraðshælinu á Blönduósi. Hann var fæddur 4. október 1912 í
Holtsmúla í Skagafirði. Foreldrar hans voru, Ellert Jóhannsson bóndi
þar, ættaður frá Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi
í Skagafirði, og Ingibjörg Sveinsdóttir, ættuð
frá Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði.
Hann ólst upp í Holtsmúla, ásamt 5 syst-
kinum sinum. I æsku sinni vandist hann
vinnu og iðni, er einkenndi öll störf hans til
æviloka.
Ungur að árum fór hann í Bændaskólann
á Hólum og lauk prófi þaðan vorið 1932.
Hugur hans mun snemma hafa hneigst að
mjólkurfræði, að því er hann sagði sjálfur
frá. Nokkuð innan við tvítugsaldur hóf hann
starf hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri og vann
þar á annað ár. Síðan, er nýbygging Mjólkursamlags Kaupfélags
Skagfirðinga á Sauðárkróki reis af grunni, réðist hann þangað og vann
þar um þriggja ára skeið.