Húnavaka - 01.05.1984, Blaðsíða 70
68
H U N A V A K A
ánægð hérna,“ hann sló út hendinni, „allt þetta, þessi yndislegi staður
og tvö börn. Gréta, þetta er að lifa lífinu og ég öfunda þig.“
Ég sá raunasvip bregða fyrir í augum hans. Ef til vill saknaði hann
þess að eiga ekki börn, ef til vill var það mín sök, hugsaði ég.
„En þú ert orðinn sérfræðingur svona ungur, og eftirsóttur læknir.“
„Eftirsóttur, jú það er víst.“
„Þú náðir þínu takmarki, varðst skurðlæknir.“
„Eg held að við séum ekki að tala um það sama,“ sagði hann.
Um stund þögðum við. Mig langaði að segja honum að hefðum við
gifst hefði ég orðið hamingjusamasta konan í veröldinni, en eitthvað í
fasi hans hindraði mig. Allt í einu tók ég eftir að hann horfði rann-
sakandi á mig, las hugsanir mínar eins og fyrrum. Siðan tók hann þétt
og hlýlega um axlir mínar.
„Segðu það ekki Gréta,“ sagði hann og þrýsti mér að sér. Síðan
gengum við til baka að húsinu.
Helga var staðin á fætur og sýndi á sér fararsnið.
„Hvað varð eiginlega af ykkur?“ sagði hún önuglega. „Þú vissir
Eiríkur að ég ætlaði á málverkasýninguna í leiðinni.“
Eiríkur leit út eins og sneyptur skólastrákur. Hann hjálpaði henni í
kápuna, horfði á hnakka hennar augnaráði ástfangins manns. Hvað
hafði hann sagt út við hliðið? Ást og hamingja fylgjast ekki ævinlega
að.
„Það var leiðinlegt að þið sáuð ekki krakkana,“ tókst mér að segja.
Eiríkur brosti til mín. „Næst Gréta,“ sagði hann og af augnaráði
hans skildi ég allt. Að ást hans til Helgu var a.m.k. enn nægilega sterk
til að þola smámunasemi hennar, hvassa tungu og hversu upptekin
hún var af sjálfri sér.
Þegar glæsivagninn brunaði niður heimkeyrsluna lagði Róbert
handlegginn ástúðlega um herðar mér og spurði: „Er ekki allt i lagi?“
Ég kinkaði kolli. I sama bili komu börnin hlaupandi heim.
„Vá,“ sögðu þau másandi, „hverjir voru í þessum flotta bíl?“
Það var Róbert sem svaraði: „Bara gamlir vinir mömmu.“
Kýr bauluðu hjá fjósinu, loftið andaði friði. Hinn öruggi hvers-
dagsheimur blasti við á ný og hraðar en hljóð bílvélarinnar dó út var
öll mín innri óró horfin. Eiríkur og Helga voru rétt eins og Róbert
hafði sagt: „Aðeins gamlir vinir.“