Húnavaka - 01.05.1984, Blaðsíða 211
HÚNAVAKA
209
Þjálfun einstaklingsins.
Eitt aðalmarkmið félagsins er að
auka hæfni félaga sinna til þátt-
töku í félagsstörfum, og til að
takast á við ábyrgðarstörf í félags-
og atvinnumálum.
Þjálfun i ræðumennsku, fund-
arsköpum, stjórnunarstörfum og
skipulegum vinnubrögðum er því
stór þáttur í starfinu. Skipaðar eru
nefndir fyrir hvert verkefni og
reynt að virkja sem flesta til
starfa. Árlega keppa JC félögin
innbyrðis í mælsku- og rökræðu-
keppni. JC Húnabyggð hefur
jafnan tekið þátt í þessari keppni
og á átta ára ferli, tvívegis sigrað í
úrslitakeppni á landsþingi JC.
Á þessu starfsári tekur einn fé-
lagi okkar þátt í mælskukeppni
milli einstaklinga, rökræðuein-
vígi, og er ósigraður enn, þegar
þetta er skrifað. Félagið hefur
jafnan séð um námskeiðahald í
ræðumennsku, fundarsköpum og
fleiru fyrir félaga sína, og nú síð-
ustu ár í nokkrum mæli fyrir aðila
utan félagsins, sem þess hafa ósk-
að.
Nú síðast var haldið ræðu-
námskeið fyrir félagsskapinn
Sinawik á Blönduósi. Einnig hef-
ur félagið staðið fyrir og undir-
búið mælskukeppni milli 9.
bekkja grunnskólanna á Blöndu-
ósi og Húnavöllum í nokkur ár.
Samskipti við önnur félög
og landsstjórn JC.
JC félagar reyna að heimsækja
önnur félög oft og stofna til vina-
félagstengsla. Það er að sjálfsögðu
erfitt fyrir okkur að hafa mikil
samskipti við önnur félög vegna
fjarlægða, en þó hafa félögin hér
á Norðurlandi nokkra samvinnu
og JC Hafnarfjörður hefur verið
vinafélag JC Húnabyggðar í
nokkur ár. Mikil kynni hafa
einnig skapast vegna ræðu-
keppnanna.
Síðastliðið sumar sá JC Húna-
byggð um skipulagningu og und-
irbúning framkvæmdastjórnar-
fundar JC íslands, þar sem komu
saman stjórnarmenn allra aðild-
arfélaganna, auk landsstjórnar og
margra annarra. Fundurinn var
haldinn á Hótel Blönduósi 27. og
28. ágúst, og var fjölsóttur.
Húnabyggðarmenn hafa tals-
vert sinnt störfum fyrir lands-
stjórnJC, og starfsárið 1981-1982
var landsforseti hreyfingarinnar
frá JC Húnabyggð. Það var Egg-
ert J. Levy, skólastjóri á Húna-
völlum. Hann er jafnframt fyrsti
maðurinn af Norðurlandi, sem
gegnt hefur því embætti.
Byggðarlagsverkefni.
Annar megintilgangur JC Húna-
byggðar, er að auka þekkingu fé-
laga sinna á efnahags-, menning-
ar- og félagslífi, og stuðla að um-
14