Húnavaka - 01.05.1984, Blaðsíða 81
HUNAVAKA
79
Um 1170 tók óþekktur munkur á Þingeyrum saman sögu Ólafs
helga Noregskonungs. Hann hafði helgisögur að fyrirmynd bókar
sinnar og gerði lítinn greinarmun á sögum og staðreyndum. Eins og
sannleikurinn var hið eina viðurkennda markmið hinna fróðu manna,
er nú það markið háleitast sem best þjónar trú og kirkju. Þessi sagna-
gerð ruddi leiðina fyrir annars konar sagnagerð og skáldskap um
fortíðina.
Oddur munkur Snorrason ritaði Ólafs sögu Tryggvasonar á latínu,
líklega eigi síðar en 1190. Hefur bók Odds verið ætlað að hafa áhrif á
erlenda lesendur eins og ritum Gunnlaugs munks og síðar ritum Arn-
gríms Brandssonar sem ritaði sögu Guðmundar biskups Arasonar á
latínu, trúlega í því skyni að fá Guðmund tekinn í dýrlingatölu.
Gunnlaugur Leifsson (d. 1218 eða 1219) ritaði Ólafs sögu
Tryggvasonar á latínu um 1190. Er Ólafssaga Gunnlaugs bæði lengri
og ýtarlegri en Ólafssaga Odds. Gunnlaugur bætti við efni um
kristnitökuna hér á landi. Gunnlaugur ritaði aðra sögu um Ólaf
Tryggvason og Jóns sögu helga Hólabiskups, sem mjög kemur við sögu
klaustursins eins og fyrr er getið. Einnig er Gunnlaugi eignaður þáttur
af Þiðranda syni Síðu-Halls, er dísir vógu. (Sjá Flateyjarbók I, bls.
465-468). Gunnlaugur mun og hafa ritað Þorvaldar þátt víðförla,
enda bernskustöðvar Þorvaldar, Giljá, í næsta nágrenni Þingeyra,
handan Vatnsdalsár. Gunnlaugur þýddi undir fornyrðislagi Merlíns-
spá úr Bretasögu eftir Geoffrey of Monmouth og samdi nýja
Ambrosíusarsögu á latínu. (Sbr. Sig. Nordal Um ísl. fornsögur ’68, bls.
55). Höfundur Guðmundarsögu Arasonar lýsir Gunnlaugi munki sem
mestum klerk og góðviljuðum norður þar. Leituðu prestar Hólastiftis
til Gunnlaugs munks um forystu og ráð i deilum sínum við Guðmund
Arason. (Janus J.: Tímar. h. ísl. bókm.fél., 1887, bls. 185; Biskupa-
sögur III, ísl.s. útg. ’48, bls. 292).
Nokkuð er óljóst hvort Guðmundarsaga dýra hefur verið rituð á
Þingeyrum. Magnús Jónsson telur að efnissöfnun í Guðmundarsögu
dýra hafi hafist skömmu eftir að Guðmundur gekk í klaustur á Þing-
eyrum og farið fram á sögustöðvunum. Magnús skiptir sögunni í 12
þætti og telur að höfundar séu fleiri en einn. (Sturl. II, bls. XXX,
1946). Jón Jóhannesson telur vafasamt að tengja söguna við Þing-
eyraklaustur, telur söguna upprunna í Eyjafirði. (Sturl., bls. XXXI).
Þá ber aftur að líta á lok Guðmundarsögu, um klausturvist og andlát
Guðmundar (1212) ásamt mannlýsingu. Magnús Jónsson dósent telur