Húnavaka - 01.05.1984, Blaðsíða 67
HUNAVAKA
65
Minningarnar hrönnuðust að, en ég ýtti þeim frá. Nú var ekki tími
til að slóra. En þegar ég hafði gefið svínunum og horfði á smágrísina
troðast hvern um annan, fór ég að hugsa.
Við Helga gengum saman í skóla og ég hafði verið mjög hreykin af
að vera besta vinkona hennar, jafnvel þó það væri dálítið skrýtin
vinátta. Helga var svo glæsileg, en ég svo venjuleg á allan hátt.
Þegar við náðum táningsaldrinum var það Helga sem strákarnir
þyrptust um, en ég baðaði nrig í endurskini þess dýrðarljónra sem
alltaf var unrhverfis hana. Mamma sagði stundum við mig: „Hvers
vegna ferðu ekki þínar eigin leiðir i stað þess að vera alltaf fylgifiskur
Helgu?“ En ég lét það sem vind um eyru þjóta, jafnvel þótt ég yrði að
þola Helgu margt. Við vorum vinkonur, hélt ég. Svo kynntist ég
Eiríki. Hann las læknisfræði, en ég var í hjúkrunarnámi svo að við
áttum sameiginleg áhugamál og gátum rætt saman endalaust, og að
minnsta kosti ég, leit á þetta samband okkar sem byrjun á öðru meira,
því ég var yfir mig ástfangin af Eiríki.
Um tíma virti Helga okkur hugsandi fyrir sér, svo kom hún öllum á
óvart, ekki síst ungum arkitekt, er hún hafði átt vingott við um skeið,
og var afar hrifinn af henni. Það var í stúdentaveislu. Við Eirikur
sátum í líflegum samræðum um atriði, sem snerti sálfræði, þegar
Helgu skaut upp.
„Sálfræði, hún er ekki holl fyrir þig Gréta,“ sagði hún háðslega.
Samtalið hætti brátt og eins og venjulega snéru allir sér að Helgu,
Eiríkur líka. Og öðru sinni, þá heima hjá Helgu. Við Eiríkur sátum
þétt saman í sófa og hann hafði lagt handlegginn utan um mig, þegar
bakka með kexi og ostapinnum var stungið að okkur.
„Án matar og drykkjar, ha. Eiríkur vertu svo vænn að hjálpa mér
með drykkjarföngin,“ sagði Helga. Ég sá hann varla það sem eftir var
kvöldsins. En Helga var nú einu sinni Helga, og ekki leið á löngu þar
til hún hafði hann alveg í neti sínu og á endanum giftust þau.
Ári síðar gifti ég mig einnig, Róbert, sem var stór, hlýlegur og
hundrað prósent ærlegur maður. Fljótlega kom litla Anna Kristín til
sögunnar og síðar Knútur. Átta ár og nú átti ég að hitta Eirík aftur
sem ég aldrei hafði gleymt. Jafnvel þó átta ár, tvö börn og ástúð
Róberts hefðu slævt minninguna um hann, þurfti auðsjáanlega ekki
nema eina símhringingu til að rífa upp sárið. Ég varð að taka sjálfri
mér tak. Þetta mundi verða annar og eldri Eiríkur. Aldurinn hafði að
vísu ekki svo mikið að segja, en hvernig höfðu árin með Helgu breytt
5