Húnavaka - 01.05.1984, Blaðsíða 153
HUNAVAKA
151
Lárus átti fjórar systur og einn bróður, Jón, sem lengi var póst-
maður i Reykjavík, en systurnar eru: Soffía og Margrét búsettar í
Hnitbjörgum á Blönduósi. Anna var húsfreyja í Brekkukoti í Þingi
(látin) og Ingibjörg búsett á Akranesi.
Lárus ólst upp með foreldrum sínum á ýmsum stöðum. Hann var
bókhneigður, hafði löngun til náms og menntunar. Tók hann þá leið
sem honum reyndist kleif, lauk prófi frá Bændaskólanum á Hólum en
hafði auk þess verið í námi hjá Jóni Jónssyni í Stóradal. Lárus vann
síðan í sveit og kom sér upp bústofni. Þá stundaði hann um árabil
vegavinnu við lagningu Svínvetningabrautar og var þar verkstjóri, því
hann var verkséður og góður reikningsmaður.
Þann 5. febrúar 1936 kvæntist hann Kristínu Sigurjónsdóttur frá
Tindum, dóttur þeirra hjóna, Sigurjóns Þorlákssonar og Guðrúnar
Erlendsdóttur frá Beinakeldu. — Hófu þau búskap á Hamri á Asum
er var Kristfjárjörð. Lárus var hygginn bóndi, fór vel með búpening
sinn er varð honum arðsamur og þá var hann hestamaður góður.
Árið 1944 fluttu þau hjón að Tindum og höfðu tengdaforeldrar
hans búið þar frá 1909. Tindar eru farsæl jörð, veðursæld er þar mikil
og beit góð. Landið er gróið og mýrlendi mikið. Fyrir ofan bæinn
gnæfir Tindatindur.
Tindar eru myndarbýli með reisulegum byggingum og miklu
ræktuðu landi. Þar hefur verið búið vel alla þessa öld.
Lárus og Kristín eignuðust þrjú börn. Sigurjón, sem dvalið hefur
lengst af heima og stundað búskap með foreldrum sínum, ókvæntur.
Gunnhildur gift Sigurði Ingþórssyni, búa á Blönduósi, og Gunnar er
andaðist á unga aldri. Þau hjón Lárus og Kristín höfðu hlotið góðan
undirbúning undir lífið. Bæði alin upp í sveit, hann búfræðingur, hún
kvennaskólagengin og átti til búsýslufólks að telja utan húss og innan.
— Ungu hjónunum búnaðist vel, ræktað land óx og lifandi peningi
fjölgaði.
Það var auðna þeirra hjóna að hljóta Tinda til ábúðar. Eg er þess
fullviss að marga ánægjustund hafa þau hjón átt við uppskeru og
hirðisstörf og þá fundið að sígandi lukka er best.
Lárus var prýðilega gefinn, ágætur ræðumaður, hafði hugsað vel
það sem hann skyldi tala um, hélt því vel á þræðinum með skipulegri
framsetningu. Þótti mér hann jafnan í flokki fremstu manna hinnar
rómuðu samvinnustefnu. — Því festu menn á honum hug til ýmissa
félagsstarfa. Lárus sat í sýslunefnd, hreppsnefnd og sóknarnefnd. Þá