Húnavaka - 01.05.1984, Blaðsíða 93
HUNAVAKA
91
Hvort sem þetta hefir verið eitthvað dularfullt eða eðlilegt, þá er
það víst að það lá við að það hefði slæmar afleiðingar. Það er ábyrgð-
arhlutur að senda börn að nóttu til, langar leiðir milli bæja. Ekki þarf
mikið til að skelfa þau, og það svo að það skilji eftir varanleg mein
innra með þeim. Þetta skeði um áramót 1921 -22 eins og ég gat um. Nú
er komið að áramótum 1983-84. Mikið vatn hefir runnið til sjávar.
Margt hefir skeð bæði gott og miður gott. Eg hef verið bæði glöð og
hrygg, og allt þar á milli, eins og gengur á langri ævi, en eitt er vist,
þessi minning fölskvast aldrei meðan ég man nokkuð. Hún er alltaf
jafn skýr í huga mínum, þessi dásamlega nýjársnótt sem þó var svo
örlagarík að við lá að við biðum þess ekki bætur.
Skrifað 15. 12. 1983.
•K*
MINNT Á VlTI
Svo ég komi aftur að hinum eiginlegu jarðeldum og ofsafengnu eldgosum, þá munu
allir grandvarir menn játa, að þessi fyrirbrigði, sem byrzt hafa skilningarvitum vor-
um, verði ekki á nokkurn hátt lögð að jöfnu við sjálf heimkynni gerspilltra anda, það
er að segja stað þann, sem frá upphafi eilífðar er búinn útskúfuðum mönnum og
englum, hvað þá heldur við þess konar kvalir og pislir, sem honum tilheyra. Óhætt er
nefnilega um það, að ekki hefur mannlegt eyra, auga né hugur skynjað aragrúa og
hörku hinna ýtrustu ofurþjáninga, sem óvinum guðs eru búnar og áskapaðar í helvíti.
Engu að síður er ég sjálfur þeirrar skoðunar, að af slikum jarðeldum, sem náttúra þessa
heims brennir með jarðirnar og það svo ógurlega, að maðurinn í veikleika sínum
stendur á öndinni af skelfingu andspænis slíkum ágangi, getum vér með góðri sam-
vizku dregið þá ályktun, að guð hafi viljað sýna oss þá til að minna oss á miklu
ógurlegri og hryllilegri eld, sem um alla eilífð mun pynta alla guðlausa og iðrunar-
lausa í hinum hroðalegasta allra staða.
Islandslýsing Odds Einarssonar.