Húnavaka - 01.05.1984, Blaðsíða 141
HUNAVAKA
139
Gunnarsdóttir, húsmóðir á Siglufirði, og Jón Tryggvi Kristjánsson,
viðskiptafræðingur í Kópavogi. Bæði hafa þau sýnt fósturlaunin með
myndarskap í verkum sínum og tryggð við heimilið á Leysingjastöð-
um.
Það sem að framan er skráð má í stórum dráttum telja að séu helstu
æviatriði Halldórs á Leysingjastöðum. Öllum má ljóst vera að þar
liggur mikið lífsstarf að baki. Sú saga verður þó ekki rakin hér, sem
vert væri.
Kynni okkar Halldórs hófust þegar ég var barn að aldri. Þá vann
hann fyrst sem vetrarmaður á búi foreldra minna í tvo eða þrjá vetur.
Síðar, þegar ég var á unglingsaldri, komu þau hjón bæði að Akri með
Jónas, son sinn, og störfuðu þar í nokkur ár. Veittu þau heimilinu alla
forsjá meðan foreldrar mínir voru langdvölum fjarverandi. Störfum
sínum sinntu þau af framúrskarandi árvekni og dugnaði. Gilti þar
einu hvort var innan stokks eða utan, um allt var hugsað sem það væri
þeirra eigið heimili.
Halldór var maður tilfinninganæmur og með næmleik sínum
veittist honum alla tíð auðvelt að laða til sín börn og unglinga. Var ég
engin undantekning í þessu tilliti, kallaði hann stundum fóstra og
Oktavíu fóstru mína. Sama næmleik og nærfærni sýndi hann í um-
gengni við skepnur. Ég man t.d. aldrei eftir því að hann leysti svo hesta
frá æki, á tíð hestaverkfæranna, að hann léti ekki vel að þeim til að
þakka þeim dagsverkið. En hann gat líka verið fastur fyrir og þungur á
bárunni, ef honum líkaði miður. Þeim eiginleikum sínum beitti hann
svo, að unglingum þótti nokkurs virði að standa sig sæmilega í því sem
þeim var trúað fyrir. Leiðsögn, hollráð og hlýja stafaði frá honum og
þeim góðu hjónum báðum. Svo var raunar alla tíð. Vinátta þeirra
hjóna og Jónasar sonar þeirra var óbrigðul í minn garð og fjölskyld-
unnar á Akri. Samskipti héldu því áfram milli fjölskyldnanna þótt
Halldór og hans fólk flytti að Leysingjastöðum. Þangað var og er alltaf
gott að koma.
Halldór var höfðingi heim að sækja og hið sama var að segja um
hlut húsfreyjunnar, heimili þeirra var rómað rausnar- og myndar-
heimili. Var þar oft gestkvæmt, enda Halldór vinmargur og vinfastur.
Hann var léttur í máli og brá oft á leik í orðræðum, þar sem hann dró
fram hinar skoplegu hliðar mannlífsins frá líðandi stund eða fyrri tíð.
Ætíð var þó kímni hans græskulaus. Áhugamálin voru mörg, um-
ræðuefni skorti ekki, hvort sem talið barst að þjóðmálum eða bú-