Húnavaka - 01.05.1984, Blaðsíða 161
HUNAVAKA
159
Steingrímur var elstur sjö systkina. Hann ólst upp í Hvammi til 14
ára aldurs, en árið 1931 fluttist fjölskyldan að Marðarnúpi, þar sem
hann vann að búi foreldra sinna fram á fullorðinsár. Hann var í skóla
á Laugarvatni veturna 1934-1936 og við
nám og störf i Noregi 1938-1939. Næstu ár
var hann við bústjórn i Hvammi. Hann hóf
búskap á jörðinni Kornsá 1946 og síðar á
Másstöðpm 1948.
Árið 1955 brá hann búi og fluttist til
Reykjavíkur og starfaði hjá Olíufélaginu
Skeljungi til dauðadags. Mun heilsuleysi
hafa ráðið því, að Steingrímur fluttist burt
úr átthögum sínum og tók sér fyrir hendur
léttari störf.
Þann 10. desember 1943, gekk hann að
eiga Jónu Elísabetu Guðmundsdóttur, ljósmóður frá Núpi í Haukadal
í Dalasýslu. Eignuðust þau hjón þrjú börn, en þau eru: Eiður, sölu-
stjóri hjá S.I.S. og Rósa Sólveig, er starfar hjá Ríkisprentsmiðjunni
Gutenberg. Elsta barn sitt, dreng, misstu þau nokkurra vikna gamlan.
Fjölskyldan átti snyrtilegt og fagurt heimili að Hátúni 8 í Reykja-
vík.
Steingrímur var virkur félagi í Húnvetningafélaginu í Reykjavík.
Hann átti jafnan sterkar rætur á heimaslóðum, var góður bóndi og
snyrtimenni við öll störf. Var það honum því mikið átak að flytja burt
af jörð sinni til Reykjavíkur og var hans sárt saknað af nágrönnum og
frændum. Steingrímur var maður hjálpsamur, frændrækinn, traustur
og góður vinur vina sinna. Hann var og fórnfús og góður heimilisfaðir.
Minningarathöfn um hann fór fram í Fossvogskapellu í Reykjavík
22. desember 1982, þar sem Húnvetningar fjölmenntu að heiman.
Aska hans var jarðsett að Undirfelli 14. júlí, 1983.
Jónína Jónsdóttir Kudsk frá Blönduósi, andaðist í Gentofte í Dan-
mörku 6. júní.
Hún var fædd 16. janúar 1907 á Skagaströnd. Foreldrar hennar
voru Jón Tómasson, sjómaður á Skagaströnd og kona hans Guðný
Guðmundsdóttir, er ættuð var úr Austur-Skaftafellssýslu, en hún kom
hingað norður, sem námsmey að kvennaskólanum á Ytri-Ey.