Húnavaka - 01.05.1984, Blaðsíða 160
158
HUNAVAKA
þar um þriggja ára skeið. En árið 1956 flytjast þau að Akri, þar sem
þau bjuggu félagsbúi um tveggja ára bil. Vorið 1958 verður enn
breyting á högum þeirra, er þau flytja til Blönduóss, þar sem hann átti
heimili sitt að Húnabraut 22, allt til dauðadags.
Eignuðust þau hjón tvo sonu, en þeir eru: Jón, arkitekt, kvæntur
Fjólu Höskuldsdóttur frá Vopnafirði, búsett í Reykjavík og Finnbogi
Ottó, húsasmíðameistari í Reykjavík, kvæntur Þóru Jónsdóttur,
hjúkrunarkonu frá Hjaltabakka. Konu sína missti Guðmundur 28.
júní 1975. Fyrstu árin á Blönduósi gekk Guðmundur að allri algengri
vinnu, einkum byggingarvinnu, en árið 1962 varð hann fastur starfs-
maður Sölufélags Austur-Húnvetninga og vann á vegum félagsins til
dauðadags. Jafnframt hafði hann nokkurt fjárbú.
í störfum sínum ávann Guðmundur sér mjög gott orð fyrir ósér-
hlífni og samviskusemi. Hann vildi hvers manns vandræði leysa. Var
hann vinsæll meðal vinnufélaga sinna og vinmargur, enda drengur
góður
Guðmundur var mikill hestamaður og var hestamennskan honum í
blóð borin. Vart verður hægt að benda á nánara samband milli manns
og hests, en þegar minnst er á Guðmund og hestana hans, er voru
bestu félagar hans til hinstu stundar. Á mörgum góðviðrisdeginum sté
hann á bak fáki sínum og reið mót hækkandi sól. Þeirri för hefir nú
verið framhaldið inn í lönd eilífðarinnar. En eftir lifir í minningunni
myndin af manninum og hestinum, er á fegurstu vordögum lífs síns
voru eitt.
Útför hans var gerð frá Blönduóskirkju 21. maí 1983.
Björn Ellertsson ungbarn Blönduósi, lést 29. maí á Barnaspítala
Hringsins í Reykjavík. Hann var fæddur 18. maí 1983 á Blönduósi og
var því aðeins 11 daga gamall er hann lést. Foreldrar hans voru hjónin
Ellert Guðmundsson, starfsmaður Landssíma íslands á Blönduósi og
Birna Sólveig Lúkasdóttir, Hlíðarbraut 8, Blönduósi.
Útför hans fór fram frá Blönduóskirkju 4. júní 1983.
Steingrímur Guðjónsson frá Marðarnúpi, andaðist 13. desember 1982 í
Reykjavík. Hann var fæddur 15. apríl 1917, að Hvammi í Vatnsdal.
Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Hallgrímsson, bóndi í Hvammi og
síðar á Marðarnúpi og Ingibjörg Rósa Ivarsdóttir.