Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2014, Side 8

Ægir - 01.04.2014, Side 8
8 S e n d u m s j ó m ö n n u m o k k a r b e s t u k v e ð j u r í t i l e f n i a f s j ó m a n n a d e g i n u m Pavel KudakhovYantarniy Kai Shun Admiral Shabalin Kai Li Ocean Explorer Northern Eagle Kaiyo Maru nr 51 Kodiak Enterprice - Nútíminn er rafdrifi nn M i ð h e l l a 4 │ 2 2 1 H a f n a r f j ö r ð u r │ s . 4 1 4 8 0 8 0 │ w w w. n a u s t . i s │ n a u s t @ n a u s t . i s Ægir Franzson, skipstjóri á frystitogaranum Þerney sem HB Grandi gerir út, hefur verið til sjós frá því hann var sjö ára gamall. Ævi og ferill hans er því jafn nátengdur sjónum og hugsast getur og hann hefur séð tímana tvenna í sjó­ mennskunni. Hann var stýri­ maður um borð í Snorra Sturlu­ syni þegar áhöfn skipsins vann mikið björgunarafrek í nóvem­ ber 2001 þegar Örifirisey rak stjórnlaus að landi undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi. Ægir var á síðutogurunum á sjötta og áttunda áratug síð­ ustu aldar og upplifði togara­ sjómennskuna eins og hún gerðist á þeim árum. Við áttum spjall við Ægi á Kaffivagninum á Grandagarði í blíðskaparveðri nýlega. Kynntist togarasiglingunum „Ég ólst upp í Flatey á Breiða- firði til níu ára aldurs hjá ömmu minni og fóstra, Sveini Jónssyni sem var virtur formaður á sinni tíð í Breiðafirði. Ég fór snemma til sjós með honum sem krakki. Ætli ég hafi ekki verið á áttunda ári þegar við fórum á skak og hrognkelsanet. Svo var þarna náttúrulega mikil fuglaveiði. Þetta var yndislegur tími í fallegu umhverfi. Flatey er breytt ur staður í dag og þang- að sækja að mestu leyti ferða- menn,“ segir Ægir. Fjölskyldan flutti svo á möl- ina þegar Ægir var níu ára gam- all. Hann réði sig svo sem lið- létting, eða háseta á ½ hlut, á togara, fjórtán ára gamall. Hon- um lá á að drífa sig út í atvinnu- lífið. Árið 1967 fór hann sinn fyrsta túr á Röðli frá Hafnarfirði. „Ég hef verið á sjó síðan, að undanskildum fjórum árum þegar ég vann hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna við fiskeftirlit þegar útgerð frystitogaranna var að hefjast,“ segir Ægir. Eftir Röðul réði hann sig á Úraníus sem bátsmann og í framhaldi af því á hina ýmsu síðutogara. Þegar Ægir er spurður um lífernið sem fylgdi togarasjómennskunni á þess- um árum horfir hann dreyminn á svip út yfir höfnina og hlær. „Það var aðeins öðruvísi en þetta er í dag. Samt voru þetta allt stórfínir kallar en það var mikil drykkja. Ég var eiginlega allan tímann í siglingum og Röðull sigldi allt árið til Þýska- S jóm en n sk a n Ægir Franzson, skipsjóri á Þerney. „Hér áður fyrr var það fyrst og fremst magnið sem skipti máli. Allt snýst núna um að framleiða gæðavöru, fá fyrir hana sem hæsta verð og fullnýta aflann.“ Verið til sjós frá sjö ára aldri

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.