Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2014, Qupperneq 11

Ægir - 01.04.2014, Qupperneq 11
11 taug og að undirbúa frekari að- gerðir var ákveðið að Snorri Sturluson myndi reyna að koma taug í Örfirisey. Á þess- um tíma setti skipstjóri Örfiris- eyjar út trollið og lét það ná vel í botn og dró það verulega úr rekhraða. Í annarri tilraun um kl. 07:16 tókst að koma línu á milli Snorra Sturlusonar og Örfiris- eyjar og var lokið við að koma dráttartaug á milli þeirra kl. 08:35. Byrjaði Snorri Sturluson þá að draga Örfirisey frá landi, en þá var skipið statt um eina sjómílu frá Grænuhlíð. Um kl. 12:00 hafði tekist að fram- kvæma bráðabirgðarviðgerð og var skipinu siglt fyrir eigin vélarafli til hafnar á Ísafirði og kom að bryggju kl. 19:00 um kvöldið. Einn skipverji um borð í Örfirisey RE slasaðist lítillega á fæti þegar taug slitnaði.“ Af þessari lýsingu má ráða að varðskipsmenn áttu í mikl- um erfiðleikum með að koma taug yfir Örfirisey. Sá sem á endanum skaut taug yfir skipið var einmitt Ægir Franzson, sem þá var stýrimaður á Snorra Sturlusyni. Var þetta lokatil- raunin og áður höfðu einar átta tilraunir til að koma taug yfir í skipið mistekist. „Það var algjört foráttuveð- ur þegar þetta átti sér stað og það mátti engu muna að illa færi. Það voru 27 manns um borð í Örfirisey og það var mikil hætta á ferðum. Skipið stefndi upp í klettana í miklu brimróti. Það er góð tilfinning að hafa tekið þátt í þessari björgun,“ segir Ægir. Gæði og fullnýting aðalatriðin Ægir réði sig sem skipstjóra á Þerney árið 2006 ásamt Kristni Gestssyni, sem var einmitt skip- stjóri á Snorra Sturlusyni þegar þeir unnið björgunarafrekið. Þeir hafa verið á veiðum á heimamiðum en einnig við Rússland. Hann segir lítinn mun á því að vera að veiðum í Barentshafi og hér heima. Sigl- ingin frá Rússlandi á miðin geti að vísu tekið allt að einni viku en 3-4 daga þegar siglt er frá Noregi. Það sem ræður því hvort haldið er á veiðar í Barentshafi eða hér heima er kvótastaðan. Hann segir að Þerney sé með tvær 27 manna áhafnir. Skipið er fljótandi verksmiðja og allur aflinn er fullnýttur. Vör- unni er pakkað í neytendaum- búðir um borð og það sem nýt- ist ekki til manneldis er brætt í úrvals fiskimjöl um borð í skip- inu. „Eins erum við að byrja að frysta roð til frekari vinnslu í landi.“ Hann segir að stóra breytingin sé kvótasetningin 1984. „Ég er svo heppinn að hafa fengið að taka þátt í þessu þegar frjálsar veiðar voru við lýði. En kvótasetningin hefur líka orðið til góðs. Núna er meira litið til nýtingar, gæða og verðs. Hér áður fyrr var það fyrst og fremst magnið sem skipti máli. Allt snýst núna um að framleiða gæðavöru, fá fyrir hana sem hæst verð og fullnýta aflann.“ Þerney var einn fyrsti togar- inn sem hélt á makrílveiðar hér við land. Ægir segir að veiðarn- ar séu ekki ósvipaðar öðrum veiðum. Munurinn felist í vinnslunni og því að flottrollinu er haldið alveg upp við yfirborð sjávar. Makríllinn er á stöðug- um spretti enda ekki með sundmaga og heldur sig við yf- irborðið. „Makríllinn er rosalega fín viðbót fyrir útgerðina hér á landi og hefur sennilega algjör- lega bjargað okkur síðustu ár- in.“ Geysilegar breytingar í hafinu Ægir segir að sem skipstjórnar- maður hafi hann upplifað geysilega hraðar breytingar í hafinu. Hann óttast að sú að- ferðafræði sem vísindamenn styðjist við sé ekki í takt við þessar hröðu breytingar. „Við sem erum í brúnni og horfum út á hafið á hverjum einasta degi sjáum þessar breytingar sem eru afleiðingar hlýnunar sjávar. Fyrir nokkrum árum þurfti að sigla suður fyrir land til að veiða ýsu. Nú er öll ýsan komin norður fyrir land. Svo er því haldið fram ýsustofninn sé svona lélegur annars staðar. Þá er gífurlega mikið af hval allt í kringum landið. Hvalagengd er miklu meiri en fyrir nokkrum áratugum,“ segir Ægir. Ægir segir að koma þurfi á meiri frið og sátt á milli þjóðar- innar, útgerðarmanna og sjó- manna. „Það er synd hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar hafa alið á ósátt innan þessarar einu atvinnugreinar.“ MÆLAR – fyrir báta og önnur tæki, flestar gerðir til á lager. Borgartún 36 | 105 Reykjavík | 588 9747 | www.vdo.is SÉRPÖNTUM OG SENDUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.