Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2014, Síða 12

Ægir - 01.04.2014, Síða 12
Þórður Rúnar Ingvarsson, há­ seti á Örfirisey, hefur verið á frystitogurum í 20 ár. Hann er Hafnfirðingur í húð og hár og alinn upp á bryggjunni þar í bæ. Foreldrar hans ráku Kaffi­ stofuna Kænuna, sem er helsti samkomustaður sjómanna, og afi hans stundaði líka sjóinn. Sjómannsblóðið rennur honum í æðum. Manneskjulegra starf en áður „Ég byrjaði strax sem krakki að fara til sjós með trillusjómönn- um frá Hafnarfirði. Þannig að þetta líf hefur fylgt mér alla tíð. Starf sjómannsins er orðið mun manneskjulegra en áður. Á fyrstitogurum eru yfirleitt tvær áhafnir þannig að vinnan hent- ar líka betur fjölskyldumönn- um,“ segir Þórður Rúnar. Ferill hans hófst á frysti- togaranum Ólafi Jónssyni suður með sjó en hann réði sig síðan á Sindra sem Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði út. Þá var hann í fjögur ár á Ými sem Stálskip gerði út. Í framhaldi fór hann á Venus og var þar í á fjórtánda ár. „Síðan urðu breytingar hjá HB Granda á síðasta ári þegar Venusi var lagt og Helgu Maríu breytt í ísfisktogara og kom þá dálítið rót á mannskapinn. Flestir héldum við vinnu en dreifðumst á hin skipin í eigu HB Granda.“ Þórður Rúnar er nú á sínu fyrsta ári á Örfirisey og kann vel við sig. Hann segir að góður mannskapur sé um borð og að- búnaðurinn þokkalega góður. Þórður Rúnar er kvæntur og á níu ára gamlan son. „Það er orðið mun fjölskylduvænna að róa annan hvern túr. Maður getur því tekið meiri þátt í heimilislífinu og sinnt guttan- um.“ Netið minnkar fjarlægðina frá fjölskyldunni Hann segir það hafa verið al- gjöra byltingu þegar netsam- band komst á um borð í togur- unum og gsm-samband. Þetta auðveldi mönnum mjög dvöl- ina úti á sjó. „Það að vera komn- ir með netið um borð gefur okkur kost á alls kyns fjar- kennslu og margir hafa nýtt sér það. Menn hafa verið að taka Stýrimannaskólann og lagt stund á ýmislegt annað nám. Við erum á átta tíma vöktum þannig að það gefst alltaf ein- hver tími í slík verkefni,“ segir Þórður. Hér áður fyrr, og það er ekki svo langt síðan, þurftu menn að fara upp í brú og tala í talstöð- ina við sína nánustu. „Þá var nú ekki heldur talað um hvað sem er,“ segir Þórður Rúnar. Hann segir þessa miklu breytingu á samskiptum auð- velda aðstandendum í landi að fylgjast með lífinu úti á sjó og stytta allar vegalengdir í raun og veru. „Á Venusi vorum við mikið í S jóm en n sk a n Netsambandið úti á sjó er algjör bylting Þórður Rúnar Ingvarsson, háseti á Örfirisey. 12

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.