Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2014, Side 22

Ægir - 01.04.2014, Side 22
22 Vestmannaeyja, fékk þar nafnið Hellisey VE og var sá sem sökk þegar Guðlaugur Friðþórsson synti í land í Eyjum, sem þjóð- þekkt er. Fyrsta skipstjórnarverkefnið sögulegt Kristján útskrifaðist úr Stýri- mannaskólanum vorið 1958, þá 22 ára gamall. Hann var strax ráðinn stýrimaður hjá Gunnari Jóhannssyni og falið sem fyrsta verkefni að sækja bátinn Sæ- faxa á Norðfjörð og sigla hon- um til Dalvíkur. Allt gekk hið besta norður fyrir Langanes en þá var komin dimm þoka og þurfti skipstjórinn nýútskrifaði nú að treysta á að reikna út stefnuna á sjókortum og með áttavita. „Ég varð hins vegar fljótlega var við að það virtist ekkert ganga upp í útreikn- ingunum og þegar norður fyrir Rauðanúp var komið setti ég stefnuna norður fyrir Gjögra við Eyjafjörð en kom að Lundey norður af Húsavík! Á endanum komst ég þó til Dalvíkur en botnaði ekkert í hvers vegna allt virtist svona vitlaust í stefnuútreikningunum. Gunnar gerði ekkert úr þessu og síðan fórum við á síldina hér norður af og þá var hann sjálfur við stjórnvölinn og setti á heim- leiðinni stefnu inn á Eyjafjörð en endaði hins vegar inni á Skagafirði! Þá var mér létt því í ljós kom að það var ekki ég sem hafði verið svona vitlaus í út- reikningunum heldur hafði kompásinn verið réttur af áður en snurpuvírinn kom um borð á Norðfirði. Í trébátum eins og þessum hefur svo mikið járn þau áhrif á kompásinn að það þarf að rétta hann af á nýjan leik en það hafði ekki verið gert. Þannig að ég fékk sjálfstraustið á ný!“ Ris og fall síldveiðanna Kristján settist að á Dalvík og stofnaði þar fjölskyldu. Í hönd Kristján átti trilluna Ósk á Dalvík allt fram á síðari ár. Hér er hann að koma úr færaróðri um síðustu aldamót. Júlíus Björnsson EA 216 á leið til hafnar á Dalvík. Kristján var fyrst há- seti en síðar stýrimaður og skipstjóri á Júlíusi. Vorið 1953. Kristján kominn um borð í nýsköpunartogarann Þorkel Mána og á skemmtilegar minningar frá því sumri þegar skipið fór vest- ur fyrir Grænland á þorskveiðar.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.