Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 25

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 25
25 „Verum vinir en göngum ekki í hjónaband!“ sagði Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Lands sambands íslenskra út­ vegsmanna – LÍÚ, við Henrik Bendixen, sérfræðing hjá sendinefnd Evrópusambands­ ins í Reykjavík, á opnum fundi um Ísland og sjávarútvegs­ stefnu ESB í Víkinni, sjó­ minjasafni í Reykjavík, 22. maí síðastliðinn. Þeir voru þar frummælendur ásamt Gunnari Haraldssyni, forstöðumanni Hagfræðistofnunar HÍ og Bjarna Má Magnússyni, lektor í Háskólanum í Reykjavík. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlamaður stýrði samkomunni sem var fjölsótt. Fjárfestum haldið frá dönskum útvegi með „lagatrixi“ Bjarni Már og Gunnar skrifuðu hvor sinn kafla um sjávarút- vegsmál í Evrópuskýrslurnar tvær sem gefnar voru út með skömmu millibili síðastliðinn vetur. Innlegg frummælend- anna fjögurra voru því að mestu leyti fyrirsjáanleg og svör þeirra við fyrirspurnum sömuleiðis í samræmi við stöðu og aðkomu hvers og eins að málefni dagsins. Gunnar átti upptökin að hjónabandssamlík- ingunni þegar hann lét þau orð falla að Íslendingar væru alltof uppteknir af mögulegum undanþágum í umræðum um ESB og aðildarsamning. Ekki væri gott vegarnesti við bónorð að segja við væntanlegan maka: „Ég skal giftast þér ef þessum og hinum skilyrðunum er fullnægt!“ Bjarni Már og Gunnar sögðu að vissulega yrðu Íslendingar að beygja sig undir sameigin- lega sjávarútvegsstefnu ESB ef til aðildar kæmi en sá fyrrnefndi nefndi að til dæmis Danir beittu ákveðnu „lagatrixi“ til að halda útlendingum frá fjárfestingum í sjávarútvegi sínum. Erlendir fjárfestar ættu því erfitt með að kaupa sig inn í dönsk sjávarút- vegsfyrirtæki. Ólíku saman að jafna Kolbeinn sagði að íslenskur sjávarútvegur væri í grund- vallaratriðum önnur og gjörólík stærð í samfélaginu og hagkerf- inu en sjávarútvegur ESB-ríkja. Hér væru sjávarútvegsfyrirtæk- in burðarásar og atvinnugreinin stöndug og sterk en í ESB nyti sjávarútvegur opinbers stuðn- ings til að geta þrifist. Hann sagði efnislega að íslenska fisk- veiðistjórnarkerfið og hinn markaðsdrifni sjávarútvegur ættu ekki samleið með ESB og tók sem dæmi að hér tæki það stjórnvöld fáeina daga að ákveða aflamark einstakra fisk- tegunda á grundvelli vísinda- legrar ráðgjafar. Hliðstætt ferli tæki marga mánuði innan ESB með pólitísku möndli. Henrik Bendixen kvaðst ekki sjá nein sérstök vandamál fyrir íslenskan sjávarútveg í tengsl- um við hugsanlega aðild að ESB og spurði hvað væri til dæmis að því að útlendingar ættu meirihluta í fiskiðjuveri á Íslandi með tilheyrandi störfum og starfsemi. Hann sagðist heldur ekki skilja þau sjónarmið í um- ræðunni hérlendis að ESB-aðild myndi stuðla að ofveiði fiski- stofna við Ísland. ESB myndi aldrei knýja Íslendinga til að heimila veiðar umfram það sem þeir sjálfir vildu ákveða á eigin miðum. Mikill áhugi var á málefninu en fyrir fundinum stóð Evrópustofa. Vinir, já – hjónaband, nei S já v a rú tv eg u r og E S B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.