Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2014, Page 35

Ægir - 01.04.2014, Page 35
35 námsafmælið 1974, en það gekk hins vegar ekki eftir. Hann gerði bátinn engu að síður upp í þeirri aðstöðu sem hann hafði heima á Hvallátrum og þar er báturinn enn þann dag í dag.“ Hafliði segir að um tíma hafi verið viðræður um að koma á fót bátasafn í Stykkishólmi en ekkert varð úr því þannig að hann hætti að hugsa um þetta. Hins vegar tók frændi hans, Að- alsteinn Valdimarsson upp þráðinn nokkru seinna er hann flutti á Reykhóla. „Þar var okkur strax vel tekið og þá fór ég aftur að hafa afskipti af málinu. Á Reykhólum hafði verið sett upp hlunnindasýning á vegum æða- bænda og varð niðurstaðan sú að slá þessu saman þannig að nú höfum við Báta- og hlunn- indasýningu á Reykhólum.“ Geta ekki tekið við fleiri bátum Á Reykhólum er húsnæði til að sýna báta og verkfæri og geng- ur rekstur sýningarinnar ágæt- lega að sögn Hafliða þótt hús- næði bátasafnsins sé allt of lítið, enda bátarnir fyrirferðarmiklir. Vegna skorts á geymslurými hefur safnið því ekki getað tekið við fleiri bátum. Áhugamanna- félagið á í dag óuppsetta 540 fermetra skemmu sem menn vonast til að hægt verði að reisa við safnið ef tekst að safna fjár- magni til þess. „Við erum í dag með 22-23 báta sem eru í mis- jöfnu ástandi. Einn þeirra hefur verið gerður upp og er kominn á flot í góðu ástandi en margir bátanna, sem virðast heillegir, eru í raun ónýtir því ef nota ætti þá þyrfti að skipta um allan við í þeim. Við höfum verið að flikka upp á þá til að geta sýnt bátana en það þarf að gera flestum þeirra eitthvað til góða.“ Hann segir flesta bátana á safninu vera innan við 6 metra langa og smíðaða á árunum 1930 til 1940 en dæmi eru þó um báta sem eru allt að 100 ára gamlir. Ekki eru allir bátarnir notaðir til sýn- inga því sumir þeirra eru í geymslu í útihúsum á svæðinu. Hafliði segir að í dag sé mikil vakning að varðveita þá báta sem enn eru til. Hann segist verða var við þetta vegna þess að það hafi spurst út að hann geti útvegað bátasaum sem þarf til þessara viðgerða, saum sem er nánast ófáanlegur í dag. „Það er verið að hringja í mig alls staðar af landinu til að fá þennan saum og þess vegna veit ég að það er mikill áhugi á að halda í það sem eftir er af þessum bátum.“ Hafliði segir starf sitt og Bátasafnsins á Breiðafirði fyrst og fremst snúast um smærri súðbyrta báta en ekki um stóru plankabátana enda séu þeir miklu fyrirferðarmeiri. Hins vegar hafi þeir sem geri út hvalaskoðunarbátana á Húsavík staðið sig frábærlega í að gera upp þessa stærri báta. Nú sé svo komið að af gömlu eikarbátun- um sem eru í notkun í dag séu álíka margir gerðir út til fisk- veiða og hvalaskoðunar. Vinsæl námskeið Undanfarin ár hafa Hafliði og Bátasafnið haldið námskeið í bátasmíði í samstarfi við fræðslusetrið Iðu í Reykjavík og hefur verið góð aðsókn á þau. Þar hefur verið farið í grund- vallaratriði í smíði og frágangi trébáta og læra menn meðal annars að leggja kjöl og byrðing auk annarra verklegra þátta. Ásamt Hafliða hefur Eggert Björnsson á Patreksfirði kennt á námskeiðunum en hann hefur einnig útbúið og teiknað mynd- ir í þeim námsgögnum sem stuðst er við á námskeiðunum. „Ætli það séu ekki samtals um 50 kallar sem hafa sótt þessi námskeið og ég veit að ein- hverjir þeirra hafa í framhaldinu ráðist í að gera upp gamla fjöl- skyldubáta. Þannig tekst okkur vonandi að halda í handverkið og bátana.“ Aðspurður hvort hann óttist að þekkingin til að smíða tré- báta muni glatast, segir hann svo ekki vera. „Þessi kunnátta mun líklega varðveitast áfram án þess að vera sérstök iðn- grein. Það er ekki líklegt að ungt fólk fari aftur að læra trébáta- smíði til að hafa atvinnu af því. Þó er á því skemmtileg undan- tekning því þessa dagana er einmitt einn sem hefur verið í námi hjá mér að fara í sveinspróf í smíði trébáta hjá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Þannig að ennþá er von,“ segir Hafliði Aðalsteinsson að lokum. Þennan bát smíðuðu Hafliði og nokkrir félagar úr áhugamannafélaginu árið 2006 og var smíðin kvikmynduð af Ásdísi Thoroddsen kvik- myndaleikstjóra og notuð í heimildarmynd og kennslumyndband sem hún gaf út. Hafliði við trébát sem hefur verið í smíðum á námskeiðun- um undanfarin misseri.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.