Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2014, Page 36

Ægir - 01.04.2014, Page 36
36 Samband stéttarfélaga sjó­ manna á höfuðborgarsvæðinu er án efa eitt mikilvægasta fé­ lag sem við Íslendingar höfum átt en stofnfundur þess var haldinn í nóvember 1937. Sjó­ mannadagsráð þvír barist ötul­ lega í 77 ár fyrir bættum að­ búnaði, öryggi og kjörum sjó­ manna sem hafa unnið við undirstöðuatvinnugrein okkar Íslendinga við misjöfn skilyrði. Ellefu stéttarfélög sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði komu að stofnuninni. Þriðji hver Reykvíkingur mætti „Gildi sjómannadagsins hefur verið ótvírætt frá því hann var fyrst haldinn 1938,“ segir Guð- mundur Hallvarðsson formaður Sjómannadagsráðs. „Upphafið var að Henry Hálfdánarson, sem þá var formaður Félags loft- skeytamanna, fékk bréf frá nor- rænum samtökum loftskeyta- manna þar sem hvatt var til að tekinn yrði upp einn minningar- dagur á ári til að minnast drukknaðra loftskeytamanna. Henry sneri þessu upp á ís- lenska vísu, efndi til fundar í nóvember 1937 og kallaði til 11 stéttarfélög sjómanna í Reykja- vík og Hafnarfirði. Þar með var Sjómannadagsráð stofnað með þeim tilgangi að halda einn minningardag á ári til að minn- ast drukknaðra sjómanna og minna um leið á mikilvægi sjó- mannastéttarinnar og kynna fólki áhættusöm störf sjó- manna. Fyrsti sjómannadagur- inn var haldinn á hvítasunnunni 1938 og tókst vonum framar. Að viðstöddum tíu þúsund manns við styttu Leifs Eiríksson- ar var látinna sjómanna minnst en það þýddi að þriðji hver Reykvíkingur var mættur til að hlusta á ræðuhöld og minnast látinna ættingja, vina og annarra sem drukknað höfðu við sjómennsku. Útvarpað var frá hátíðahöldunum sem þóttu takast mjög vel og um kvöldið fór aðal hófið fram á Hótel Borg. Þar voru haldnar 11 ræður undir borðhaldinu og ættjarðarlög spiluð á milli ræðumanna. Þess var sérstaklega getið að hóf sjó- manna á Hótel Borg hafi tekist ákaflega vel og ekki hafi verið brotið eitt einasta glas,“ segir Guðmundur og brosir að sög- um af skemmtunum sjómanna þar sem iðulega er glatt á hjalla. Stefnumótun og framtíðarsýn Guðmundur segir að fljótlega hafi menn gert sér grein fyrir að ekki væri ráð að eina starfsemi ráðsins yrði að halda utanum sjómannadag svo að í byrjun árs 1939 hafi verið sett á stofn nefnd sem kölluð var „stefnu- skrárnefnd“. „Í dag væri hlut- verk slíkrar nefndar stefnumót- un og framtíðarsýn,“ segir hann. „Sigurjón Á. Ólafsson var formaður þessarar nefndar og þegar hún skilaði af sér greinar- gerð var orðuð þessi spurning: „Hvað er það sem ríki og sveitarfélög munu ekki gera í nánustu framtíð fyrir sjómenn?“ og svarið var: „Að byggja elli- og hvíldarheimili fyrir aldraða sjómenn.“ Þar með segir Guð- mundur að strax hafi orðið bar- áttumál Sjómannadagsráðs að standa fyrir slíkum heimilum fyrir farmenn og fiskimenn. „Til- lagan var samþykkt og það var upphafið að því að nú á og rek- ur Sjómannadagsráð Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði en sér um rekstur hjúkrunarheimila í Kópavogi og Reykjanesbæ, Happdrætti DAS, orlofssvæðið að Hraunborgum í Grímsnesi, Naustavör ehf. og Laugarásbíó sem leigt er til Kvikmynda- hússins ehf.“ Af hverju Sjómanna- dagsráð? Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs. S jóm a n n a d a g u rin n Fjölbreytt þjónusta við sjávarútveg Bás G40 » SÖLUDEILD » SÉRPANTANIR » DIESELSTILLINGAR » VARAHLUTAÞJÓNUSTA » TÚRBÍNUVIÐGERÐIR OG SALA DVERGSHÖFÐI 27 110 Reykjavík Sími 535 5850 - blossi.is NÝTT VökvaspilAfgastúrbínurHita- & þrýstimælar Kranar Efnavörur Loftpressur Vélar & varahlutir Dælur Síubúnaður

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.