Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 36

Ægir - 01.04.2014, Blaðsíða 36
36 Samband stéttarfélaga sjó­ manna á höfuðborgarsvæðinu er án efa eitt mikilvægasta fé­ lag sem við Íslendingar höfum átt en stofnfundur þess var haldinn í nóvember 1937. Sjó­ mannadagsráð þvír barist ötul­ lega í 77 ár fyrir bættum að­ búnaði, öryggi og kjörum sjó­ manna sem hafa unnið við undirstöðuatvinnugrein okkar Íslendinga við misjöfn skilyrði. Ellefu stéttarfélög sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði komu að stofnuninni. Þriðji hver Reykvíkingur mætti „Gildi sjómannadagsins hefur verið ótvírætt frá því hann var fyrst haldinn 1938,“ segir Guð- mundur Hallvarðsson formaður Sjómannadagsráðs. „Upphafið var að Henry Hálfdánarson, sem þá var formaður Félags loft- skeytamanna, fékk bréf frá nor- rænum samtökum loftskeyta- manna þar sem hvatt var til að tekinn yrði upp einn minningar- dagur á ári til að minnast drukknaðra loftskeytamanna. Henry sneri þessu upp á ís- lenska vísu, efndi til fundar í nóvember 1937 og kallaði til 11 stéttarfélög sjómanna í Reykja- vík og Hafnarfirði. Þar með var Sjómannadagsráð stofnað með þeim tilgangi að halda einn minningardag á ári til að minn- ast drukknaðra sjómanna og minna um leið á mikilvægi sjó- mannastéttarinnar og kynna fólki áhættusöm störf sjó- manna. Fyrsti sjómannadagur- inn var haldinn á hvítasunnunni 1938 og tókst vonum framar. Að viðstöddum tíu þúsund manns við styttu Leifs Eiríksson- ar var látinna sjómanna minnst en það þýddi að þriðji hver Reykvíkingur var mættur til að hlusta á ræðuhöld og minnast látinna ættingja, vina og annarra sem drukknað höfðu við sjómennsku. Útvarpað var frá hátíðahöldunum sem þóttu takast mjög vel og um kvöldið fór aðal hófið fram á Hótel Borg. Þar voru haldnar 11 ræður undir borðhaldinu og ættjarðarlög spiluð á milli ræðumanna. Þess var sérstaklega getið að hóf sjó- manna á Hótel Borg hafi tekist ákaflega vel og ekki hafi verið brotið eitt einasta glas,“ segir Guðmundur og brosir að sög- um af skemmtunum sjómanna þar sem iðulega er glatt á hjalla. Stefnumótun og framtíðarsýn Guðmundur segir að fljótlega hafi menn gert sér grein fyrir að ekki væri ráð að eina starfsemi ráðsins yrði að halda utanum sjómannadag svo að í byrjun árs 1939 hafi verið sett á stofn nefnd sem kölluð var „stefnu- skrárnefnd“. „Í dag væri hlut- verk slíkrar nefndar stefnumót- un og framtíðarsýn,“ segir hann. „Sigurjón Á. Ólafsson var formaður þessarar nefndar og þegar hún skilaði af sér greinar- gerð var orðuð þessi spurning: „Hvað er það sem ríki og sveitarfélög munu ekki gera í nánustu framtíð fyrir sjómenn?“ og svarið var: „Að byggja elli- og hvíldarheimili fyrir aldraða sjómenn.“ Þar með segir Guð- mundur að strax hafi orðið bar- áttumál Sjómannadagsráðs að standa fyrir slíkum heimilum fyrir farmenn og fiskimenn. „Til- lagan var samþykkt og það var upphafið að því að nú á og rek- ur Sjómannadagsráð Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði en sér um rekstur hjúkrunarheimila í Kópavogi og Reykjanesbæ, Happdrætti DAS, orlofssvæðið að Hraunborgum í Grímsnesi, Naustavör ehf. og Laugarásbíó sem leigt er til Kvikmynda- hússins ehf.“ Af hverju Sjómanna- dagsráð? Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs. S jóm a n n a d a g u rin n Fjölbreytt þjónusta við sjávarútveg Bás G40 » SÖLUDEILD » SÉRPANTANIR » DIESELSTILLINGAR » VARAHLUTAÞJÓNUSTA » TÚRBÍNUVIÐGERÐIR OG SALA DVERGSHÖFÐI 27 110 Reykjavík Sími 535 5850 - blossi.is NÝTT VökvaspilAfgastúrbínurHita- & þrýstimælar Kranar Efnavörur Loftpressur Vélar & varahlutir Dælur Síubúnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.