Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2014, Qupperneq 38

Ægir - 01.04.2014, Qupperneq 38
38 Traust geymsla – og öruggur flutningur alla leið! Frystigámar til sölu eða leigu Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 AT H YG LI Eigum á lager 20 og 40 ft. frystigáma. Bjóðum einnig gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins. www.stolpigamar.is Hafðu samband! Það er því deginum ljósara að Samband stéttarfélaga sjó- manna á höfuðborgarsvæðinu er án efa eitt af mikilvægustu stéttarfélagasamtökum sem við Íslendingar höfum átt. Enn fremur annast Sjómannadags- ráð sjálft hátíðarhöldin á sjó- mannadaginn í Reykjavík sem aðili að Hátíð hafsins og gefur út Sjómannadagsblaðið. Sjó- mannadagsráð hefur byggt 82 raðhús sem eru sjálfseignar- íbúðir fyrir 60 ára og eldri á lóð- um Hrafnistuheimilanna. Þeir sem búa í þessum húsum geta fengið ýmiss konar þjónustu frá Hrafnistuheimilunum. Auk þess á Sjómannadagsráð tæpar 200 íbúðir sem leigðar eru út til 60 ára og eldri. Samtals eru íbúar á hjúkrunarheimilum, eignar- íbúðum og leiguíbúðum og starfsfólk orðið um 2000 manns. Fleira mætti nefna af fram- kvæmdum sem Sjómannadags- ráð hefur staðið fyrir. Af þessu sést að þeir sem starfað hafa í Sjómannadagsráði hafa lyft grettistaki til að gera ævikvöld sjómanna bærilegt. Líta má á það sem þakklætisvott lands- manna fyrir óeigingjarnt og erfitt sjómannsstarf. Af hverju elli- og dvalarheimili fyrir sjómenn? Að sögn Guðmundar höfðu starfsmenn stéttarfélaga sjó- manna meðal annars það hlut- verk að fara heim til manna og rukka félagsgjöldin. „Þeir sáu þar með eigin augum við hvaða kost menn bjuggu,“ segir Guð- mundur. „Mjög algengt var að menn væru komnir í land, langt um aldur fram, búnir á sál og líkama. Það varð til þess að nokkrir þeirra fóru á fund Ólafs Thors, sem þá var forsætisráð- herra. Ólafur sendi þá bréf til nefndar sem stýrði innflutningi til landsins og tók fram að hann vildi ekki skipta sér af störfum nefnda á vegum ríkisins en fram hjá því yrði ekki litið að hópurinn sem verið væri að berjast fyrir samanstæði af þeim sem öfluðu gjaldeyris- tekna fyrir þjóðina. Þar með var Sjómannadagsráði boðin lóðin í Laugarásnum þar sem Hrafn- ista er nú staðsett. Á sama tíma sendi Hafnarfjarðarbær Sjó- mannadagsráði bréf og bað um lán upp á 500.000 til að klára byggingu Sólvangs. Og það var veitt. Hornsteinninn að Hrafnistu lagður Árið 1954 var lagður hornsteinn að Hrafnistu í Laugarásnum í Reykjavík. Þá sagði Ólafur Thors í ræðu að það væri með ólíkind- um að kostnaðaráætlun hafi hljóðað upp á fjórar milljónir sem hafi staðist upp á eyri. Sjó- menn hljóti að hafa komið að útreikningi sjálfir og notað sext- ant og mælt hæð vísitölu og vinnuhraða nákvæmlega því hér hafi allar tölur staðist. Ólaf- ur bætti svo við að hann hafi sjálfur byggt einbýlishús í Garðastræti sem hafi átt að kosta 60.000 kr. en þegar upp hafi verið staðið hafi hann þurft að borga 121.000 kr. Hrafnista í Laugarásnum var síðan tekin í notkun árið 1957. Happdrætti DAS Áður en hornsteinn Hrafnistu var lagður var ákveðið að leita enn og aftur til Ólafs Thors og nú með þá bón að fá að efna til happdrættis í fjáröflunarskyni. „Hvernig gat ég neitað fulltrú- um Sjómannadagsráðs sem voru mættir með 20 aflahæstu fiskiskipstjórana með sér,“ sagði Ólafur og greiddi götu þeirra. Guðmundur segir að í vinning í fyrsta drætti hafi verið sex am- erískir bílar sem var mjög merkilegt því það árið voru fluttir inn 9 bílar. Enda hafi sala miðanna gengið mjög vel. Árið 1962 var svo Laugarás- bíó tekið í notkun og af því var líka töluverður hagnaður sem er enn eitt dæmið um framsýni fólksins sem hefur staðið í eld- línunni við að byggja upp starf og aðstöðu fyrir sjómenn. Hátíð hafsins „Flestum ber saman um að sjó- mannadagurinn hafi enn mikið gildi í augum landsmanna,“ segir Guðmundur. „Mann- fjöldinn í bænum til að taka þátt í sjómannadeginum í fyrra var 20.000. Af því má sjá að dagurinn nær til almennings og er mikilvægur í augum lands- manna. Samvinna náðist meðal þeirra sem héldu hafnardaginn hátíðlegan ann ars vegar og svo sjómannadaginn hins vegar. Nú eru þessir tveir daga haldnir saman undir nafninu Hátíð hafsins og er tveggja daga há- tíð þar sem laugardagurinn er hafnardagurinn og sunnudag- ur inn sjómannadagurinn. Árið 1941 fórust 139 sjó- menn sem var geysileg blóð- taka hjá þessari litlu þjóð. Þar urðu stórir hópar barna föður- lausir og konur misstu fyrir- vinnu. Nú koma ár eins og 2008 og 2011 sem enginn sjómaður fórst sem ber vitni um gíf- urlegar framfarir í aðbúnaði sjó- manna um borð. Þar má þakka fólki sem hefur unnið af hug- sjón að vellíðan sjómanna á sjó og landi. Á Hátíð hafsins í Reykjavík. Haldið til hafs. Gleðilega sjómannadagshátíð! Gleðilega sjómannadagshátíð!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.