Húnavaka - 01.05.1988, Blaðsíða 23
HUNAVAKA
21
lokum sannfærðust æ fleiri um að fjárskipti væru eina leiðin. Það urðu
töluverð átök um að koma því í gegn að allir slátruðu fé sínu og yrðu
sauðlausir í eitt ár áður en nýtt fé kæmi. Það mæddi mikið á þeim
Hafsteini á Gunnsteinsstöðum og Bjarna á Mýrum að koma þessu
fram, en hreppsnefndirnar studdu það rækilega. Það náðist miklu
betri eining hérna i Húnavatnssýslu en í Skagafjarðarsýslu. Þar urðu
mikil átök og sumir neituðu að slátra fénu haustið 1947 og fór svo að
sumir gerðu það ekki fyrr en haustið 1948.
Þetta endaði samt svo giftusamlega að við losnuðum við mæði-
veikina og unnum þannig fullnaðarsigur á þeim vágesti, sem ógnaði
allri sauðfjárrækt í héraðinu.
Voru ekki hér áður fastar áœtlunarferðir með fólk og póst milli Skagastrandar
og Blónduóss?
Jú, Ágúst G. Jónsson bílstjóri hafði þær lengi og fór tvær ferðir á
dag. Þá voru þessar ferðir til mikilla þæginda, því að hvergi voru bílar
til á bæjunum. Ágúst var ákaflega lipur, sinnti öllu kvabbi smáu og
stóru og var alltaf á sama tíma á ferðinni kvölds og morgna. Nú eru
þessar ferðir löngu aflagðar, enda bilar orðnir algengir bæði á sveita-
bæjunum og Skagaströnd.
Hvað segir þú mér um göngur og réttir?
Hjá okkur eru þetta aðeins dagsgöngur. Farið er með birtingu
eldsnemma að morgni og komið með fjársafnið um miðjan dag til
réttar.
En gleðskapur í rétlum, var hann algengur?
Nei, það var allt í hófi, rétt að það sást ryk í einstaka manni. Það
mátti ekki minna vera.
Sérðu mun á gróðri á afréttinum?
Nei, gróðurfarið er mjög svipað.
---------------------------
Sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu ásamt forsetahjónunum 16. igúst 1969. Fremri röð: Ingvar
Jónsson, Skagaströnd; Jón S. Pálmason, Þingeyrum; forseti lslands, Kristján Eldjám og frú
Halldóra Eldjám; Jón fsberg, sýslumaður Blönduósi; Lárus Sigurðsson, Tindum og Guðmann
Hjálmarsson, Blönduósi. Aftari röð: Stefán Á. Jónsson, Kagaðarhóli; Guðmundur Jónasson, Ási;
Sigurður Bjömsson, Örlygsstöðum; Sigurður Þorbjamarson, Geitaskarði; Bjöm Jónsson, Ytra-Hóli
og Jón Tryggvason, Ártúnum.