Húnavaka - 01.05.1988, Blaðsíða 256
254
IIUNAVAKA
miðju ári 1984. Oftast hefur
heildarfjöldi starfsmanna verið
innan við 50 að undanskildum
nokkrum sumar- og haustmán-
uðum. Flestir urðu starfsmenn
105 í ágúst 1985. f sumar verða
starfsmenn væntanlega innan við
100. Verulega mun fjölga á
svæðinu, þegar einnig hefst véla-
niðursetning á árinu 1990. Þá má
vænta þess að starfsmenn verði
allt að 500.
Verk utan virkjunarsvœðis.
Sem kunnugt er, þarf ýmsum
verkum að sinna vegna Blöndu-
virkjunar, sem í eðli sínu eru alls
óskyld virkjuninni. Er þar eink-
um átt við það sem gert er til bóta
fyrir tapað gróðurlendi og röskun
á nýtingu afrétta vegna virkjun-
arinnar.
Uppgræðslusvæðum hefur
verið haldið við með áburðargjöf
síðustu tvö árin, en ekki verið
bætt við þau. Alls eru svæðin tal-
in um 1250 ha, þar af um 400
austan Blöndu. Nokkrar lagfær-
ingar voru gerðar á heiðavegum
og girðingum, og girðingar
lengdar um 6 km á Eyvindar-
staðaheiði og meðfram Blöndu að
vestan, sunnan Seyðisár. Tvö
hesthús voru byggð sl. sumar,
annað við Galtará og hitt milli
Friðmundarvatna.
Svínvetningabraut var byggð
upp sl. sumar frá Tindum að
Blöndubrú við Löngumýri, og
greiddi Landsvirkjun meginhluta
kostnaðar við þá framkvæmd.
Samningamál.
Samningur sá, sem gerður var
vorið 1982 við hreppana sex, sem
hagsmuna áttu að gæta á virkj-
unarsvæðinu heimilaði virkjun-
araðila nauðsynlegar athafnir á
afréttarlöndunum gegn tiltekn-
um bótum. Með kaupum á jörð-
inni Eiðsstöðum fékkst heimild til
athafna þar. Nú er nýlokið gerð
samnings, sem kveður á um úr-
lausn hliðstæðra mála, sem fyrri
samningur náði ekki til. Hann er
gerður milli Landsvirkjunar og
Veiðifélags Blöndu og Svartár
og eigenda nokkurra tiltekinna
jarða, og veitir Landsvirkjun
heimild til allra nauðsynlegra
framkvæmda vegna virkjunar-
innar og kveður jafnframt á um
meðferð ágreiningsmála, sem
upp kunna að koma og ákvarð-
ana um bætur, hvort sem er fyrir
vatnsréttindi, veiðiréttindi eða
önnur landréttindi, sem skerðast
vegna framkvæmda við virkjun-
ina eða reksturs hennar. Með
þessum samningi er loks náð
merkum og langþráðum áfanga.
Nokkuð hefur verið rætt um
það að undanförnu, hvort rétt sé
að breyta samningnum frá 1982,
og þá einkum að bætur verði að
einhverju leyti í öðru formi en þar