Húnavaka - 01.05.1988, Blaðsíða 131
HUNAVAKA
129
fjárfjölda og búsæld þar til hún dó 1813, 48 ára. Að helmingi búsins
settist Sigfús (sonur hennar) og bjó í Selhaga við mikinn fénað, hafði
líka með til heyskapar jarðarparta i Skagafirði, er afklæddist þó ei
vel.“
Helga dó 24. apríl 1813. Þegar dánarbú hennar var gert upp erfðu
börn hennar 514 ríkisdali hvort.
Eins og fyrr sagði tók Sigfús sonur Helgu við búi í Selhaga. Kona
hans var Björg Jónasdóttir frá Gili. Búskapurinn gekk ekki vel. Þau
urðu lika fyrir stóráföllum. Mikill áhlaupsbylur kom 11. desember
1823. Þá varð úti Jón Jónsson vinnumaður í Selhaga og með honum
fórst allt beitarféð.
Björg og Sigfús slitu samvistum nokkru seinna og fór Sigfús þá frá
Selhaga en Björg bjó þar áfram.
Veturinn 1826-1827 er þetta fólk í Selhaga;
Björg Jónasdóttir, húsmóðir, 34 ára,
Jón Sigfússon, sonur hennar, 3 ára,
Ólöf Þorleifsdóttir, vinnukona, 31 árs,
Eyjólfur Jónasson, sonur hennar, 2 ára,
Elísabet Jónsdóttir, dóttir hennar, 5 ára,
Ingibjörg Sæmundsdóttir, húskona, 50 ára og
Arnfríður Guðmundsdóttir, dóttir hennar, 14 ára.
Heimilisfólk í Selhaga þetta ár eru því þrjár einstæðar mæður með
börn sin fjögur. Trúlegt er að þennan vetur hafi Ólöf Þorleifsdóttir oft
staðið yfir fé á þeim slóðum sem Jón faðir Elísabetar dóttur hennar
varð úti þremur árum áður.
Ólöf Þorleifsdóttir var frá Kambakoti á Skagaströnd, dóttir Þorleifs
Markússonar bónda þar, en móðir hennar var Ólöf Eyvindardóttir,
dóttir Fjalla-Eyvindar og Höllu Jónsdóttur konu hans. Ólöf Þorleifs-
dóttir fór ung í vinnumennsku að Gili í Svartárdal og í næstum 20 ár
var hún vinnukona, oftast í Bólstaðarhlíðarhreppi, en tvö ár var hún í
Nesi í Aðaldal og önnur tvö í sínum gamla fæðingarhreppi, Vind-
hælishreppi. Um það leyti sem börn Ólafar, Sigurbjörg og Eyjólfur,
fara að geta unnið fyrir sér, verður hún húskona í Þverárdal og er það
í þrjú ár, 1839-1841.
----------------
Selhagi, Þverfell og nágrenni.
9