Húnavaka - 01.05.1988, Page 239
HUNAVAKA
237
margir undir mánaðamótin. Gras
var fremur lítið sökum þurrkanna
og vorbeitar á tún. Talið var að
ekkert lamb hafi getað drepist
sökum vosbúðar.
Upprekstur á heiðalöndin var
leyfður undir mánaðamótin
júní-júlí.
Júlí.
Júlímánuður var hlýr, en nokkuð
vætusamur. Úrkomu varð vart 22
daga, en mælanleg 20 daga —
alls 57,4 mm. Hlýjast varð 20,5
stig þann 13. en kaldast þann 9.
aðeins 3 stig. Gras spratt vel er
rigna tók, en heyskapur var taf-
samur víða, sökum mjög stopulla
þurrka. Vindátt var yfirleitt
norðanstæð, loft skýjað og þoku-
ruðningur þrálátur er líða tók á
mánuðinn. Hægviðri var að jafn-
aði ríkjandi og aldrei hvasst.
Heyskapur var nokkuð mis-
jafnlega á veg kominn hjá bænd-
um. Sjóleiði var hagstætt og út-
hafsrækjuveiði gekk vel frá
Blönduósi.
Ágúst.
Mjög gott tíðarfar í ágúst. Hæg-
viðri mátti kalla að jafnaði. Áttin
norðanstæð að meirihluta og
þoka lá oft inn með ströndum, en
bjart inn til héraðsins. Síðasta
kvöld mánaðarins var nokkuð
stríð NA-átt og fór hiti þá niður í
2,2 stig. Hlýjast varð 16,5 stig
þann 13. og í heild var mánuður-
inn hlýr og hagstæður til allra
verka á sjó og landi. Úrkomu varð
vart 12 daga, en mælanleg í 10
daga — alls 22 mm.
Heyskaparlok voru hjá flestum
um miðjan mánuðinn og hey
mikil og góð. Háarspretta mikil,
en misjafnlega nýtt. Kartöflu-
uppskera mjög mikil. Góðar
gæftir á sjó.
September.
September var hlýr og hagstæð-
ur, nema hvað dimmviðri haml-
aði fjárleitum. Að loknum tveim
leitum var þó talið að heiðalönd
væru hreinsuð. Áttin var yfirleitt
norðanstæð fyrstu þrjár vikur
mánaðarins og skýjafar mikið.
Allhvasst varð af SA þann 29. —
skráð 8 vindstig. Hiti fór í 15 stig
þann 5. og 15,1 stig þann 29. Að-
faranótt þess 16. var eina frost-
nóttin með 2,7 stig.
Gæftir voru nokkuð stopular
meðan áttin var við norðrið.
Fyrsti haustsnjórinn féll á fjöll
aðfaranótt 2. september og fjöll
urðu alhvít þann 17. f mánaðar-
lokin var svo allur snjór horfinn.
Úrkomu varð vart 21 dag en
mælanleg í 16 daga alls 19,5 mm.
Kartöfluuppskera varð með
afbrigðum góð og fénaður kom
fallegur af fjalli.