Húnavaka - 01.05.1988, Blaðsíða 42
40
HUNAVAKA
það ekki eingöngu lega Svartár með suðurhlíðinni, sem vekur athygli,
heldur er þar einnig vísað verulega til veiðihylja í ánni, þótt ekki
kæmu þeir landamerkjadeilunni við. Það minnir aftur á að efalítið
hefur góð veiðistöð verið ofarlega í huga landnemans, þegar hann
valdi sér verustað og hægt er að slá því nokkuð föstu að Svartá hafi
verið „full af fiski“ við upphaf byggðar.
Ekki er að undra þótt umræða sé um svo mikla eyðu sem er í
Langadalslandnámi Ævars gamla. Fylgismenn hans flestir byggja
norðurhlutann og hafa óvenju þétta búsetu, en yfir fremri hlutanum,
sem gæti verið töluvert meira en helmingur alls landnámsins á lág-
lendi, hvílir þögn og ágiskanir einar um bændur þar og búsetu.
Nafnið Bólstaðarhlíð kemur fyrst inn á söguspjöld, þrem til fimm
áratugum frá landnámi. Ábúendur jarðarinnar eru auðug hjón, Þor-
grímur og Sigríður, ættartölu engrar getið og ófeðruð bæði. Það er
dóttir þeirra Þóra, sem færir nöfn þeirra inn á sögusviðið, en hennar
vegna urðu mannvíg er þeir börðust Jökull Ingimundarson og Finn-
bogi rammi, er frá segir í sögu hans.
Þótt Þorgrímur og Sigríður, séu í sögunni ættlaus, þá eru þau auðug
og hafa því getað valið sér kosti. Flestir munu og sammála um að
Bólstaðarhlíð hafi frá upphafi verið eftirsótt bújörð, og ekki á færi
nema efnaðs fólks að festa sér hana. Þess er og að geta að hin svo
nefnda Bólstaðarhlíðarætt sat jörðina í hart nær þrjár aldir, eða frá
1528 til 1825, slíkt gerist ekki með hvaða jörð sem er.
Að lokum þetta: Það er e.t.v. fullmikið sagt að barátta hafi verið
uppi höfð fyrir því, að Ævar gamli hafi byggt í Litla-Vatnsskarði sinn
fyrsta bæ, þó liggur nærri að svo sé. Má m.a. á það benda, að í
nafnaskrá íslendingasagnanna frá 1953 er svo ritað: „Ævarsskarð
(líklega Litla-Vatnsskarð).“
Skýringar íslendingasagna, rits þess, sem ég hefi hér áður um getið,
svo og fleiri slíkra, virka skoðanamyndandi á lesendur umfram aðra
almenna ritun um sömu málefni. Því er sjálfgefið að gæta þarf fyllstu
varfærni við umfjöllun þeirrar gerðar frá fyrri öldum. Tileinka sér
hugarfar Ara fróða Þorgilssonar. „En hvatki er missagt er í fræðum
þessum, þá er skylt að hafa það heldur er sannara reynist.“ Árátta
manna að telja sig hafa í höndum allan sannleika um svo langsóttar
staðreyndir, sem hér er um að ræða, má með engu móti verða þess
valdandi að feluleikur sé uppi hafður um gildandi atriði.
Að öllu athuguðu verður því að telja fjarri lagi að útiloka, með