Húnavaka - 01.05.1988, Blaðsíða 137
HUNAVAKA
135
Búr var það hús kallað sem mestur matur var geymdur i. Þar voru
sláturtunnur, sem voru margar á heimilum, allt upp í tíu tunnur á
stærri heimilum. í búrinu voru lika hafðar skyrtunnur, sýrutunnur og
súrmjólk og fleiri matartegundir. Mjölmatur var ekki geymdur i búri
því þar var rakasamt vegna sýruloftsins, sem þar var rikjandi.
Kjallarar voru óvíða til á fyrri árum. Þá voru víðast torfbæir og því
ekki hægt að hafa kjallara undir þeim, þó voru þeir til á stöku bæ. Þá
voru geymdar þar gulrófur og kartöflur ef til voru.
•H*
SÝNISHORN AF ÚRSKURÐI UM FÁTÆKRAMÁL I HÚNAÞINGI
FYRIR UM 50 ÁRUM
Hinn 11. október 1934 var að tilhlutun hreppsnefndar heimilissveitar, tekin ævi-
ferilsskýrsla af þurfalingnum NN, þá til heimilis að bænum N. Matbjörg þurfalings-
ins, sem þá var 70 ára að aldri, reyndist vera eitt lambsslátur og annað ekki. Og íbúð
hans var lélegur hesthúskofi, þar sem hann hafðist við þjónustu- og aðhlynningarlaus.
Þrátt fyrir þetta var honum þó ekki veittur framfærslustyrkur fyrr en 1. nóvember
nefnt ár og var hann síðan á framfæri i heimilissveit sinni til 14. maí 1935.
Framfærslustyrkur hans þennan tíma varð 250,08 krónur. Krafði oddviti heimilis-
sveitar annan hrepp innan sýslunnar um endurgreiðslu þessarar upphæðar, en í þeim
hreppi var þurfalingurinn sveitlægur samkvæmt lögum. Oddviti þess hrepps færðist
þó undan að endurgreiða hinn veitta styrk með þeim rökum að hann hefði verið að
miklu leyti látinn af hendi um þörf fram. Til vara mótmælir hann að endurgreiða
nema % af hinum veitta styrk.
Eftirfarandi úrskurður var gerður af sýslumanni Húnavatnssýslu að beiðni frá
oddvita heimilissveitar, eftir að oddviti framfærslusveitar hafði neitað honum um
endurgreiðslu á veittum styrk.
Eftir þeim gögnum sem fyrir liggja verður ekki á það fallist að umræddur fá-
tækrastyrkur hafi að ófyrirsynju veittur verið og verður því eigi komist hjá að gera
framfærsluhrepp þurfalingsins, sem eigi hefur verið mótmælt að væri sá er um
endurgreiðsluna var krafinn, að endurgreiða heimilishreppnum hinn veitta styrk, þó
eigi nema að % hlutum samanber lög nr. 43 frá 1927,52. grein, eða kr. 166,72 af 250,08
kr. er þurfalingurinn fékk i fátækrastyrk á tímabilinu 1. nóvember 1934 til 14. maí
1935.