Húnavaka - 01.05.1988, Blaðsíða 120
118
HUNAVAKA
málgur bæði og montari,
Magnús gæða skrifari.
Gegndi Magnús honum strax og kvað:
Lasta grófur, hljóða hás,
hrakinn lands af mengi.
Kjarklaus bófi og kjaftaás,
kallaður Þjófa-Nikulás.
(Vísa þessi, lítið breytt, hefur lika verið eignuð Jóni, syni Holtastaða-Jóhanns).
Þau ár, sem Magnús bjó í Bólstaðarhlíð, hafði hann á hendi bréf-
hirðingu og umsjón með Lestrarfélagi hreppsins. Sýndi hann við það
hina mestu reglusemi. Stóð Lestrarfélagið þá með einna mestum
blóma, og mátti kalla það öflugt. En strax og hans missti við tók að
halla út af fyrir því. Þeir sem eftir hann komu voru til annars betur
kjörnir en grúska við bókaútlán og tillagainnheimtur, svo sem Guð-
mundur Klemensson og Klemens Sigurðsson. Lauk Lestrarfélagi því
með fullri eyðingu bókasafnsins. Magnúsi búnaðist í góðu lagi, en fór
til Ameríku 1874, að flestum virtist að þarflausu.
Árið 1880 hætti Klemens búskap. Fóru þá fram nokkurs konar
skipti á búi þeirra hjóna. Keypti Guðmundur þá Bólstaðarhlíð og fór
að búa þar fyrir eigin reikning. Tók foreldra sína og hét að annast þau
til dauðadags, því fé hafði runnið inn til hans þegar Ytra-Tungukot
var selt Magnúsi Bjarnasyni, er bjó þar síðan. Þorleifur fékk Kálfárdal.
Lítið mun Klemens hafa átt í útistöðum við menn. Var hann frið-
samur og óhlutdeilinn um annarra hagi, en fús að leysa þarfir manna,
þar sem hann kom því við, einkum með smíði, bæði heima og annars
staðar. Jónas Einarsson á Gili var mikið með Klemensi við smíði
Bólstaðarhlíðarkirkju og bæjarins. Þeir byggðu og Holtastaðakirkju.
Klemens hafði ákafann og dugnaðinn, en Jónas vandvirknina, og
töldu kunnugir gott að hafa þá frændur saman að verki. Klemens var
meðhjálpari í kirkjunni fram á síðustu ár, og oft forsöngvari meðan
gamli söngurinn var í gildi. Ávallt var hann sístarfandi. Ævi sína
endaði hann sitjandi í stól sínum við að skera tóbak. Hné hann þar
fram á hendur sínar örendur 2. maí 1883.“
Verður næst nokkuð rakinn æviferill þeirra Þorleifs og Guðmundar,