Húnavaka - 01.05.1988, Blaðsíða 128
TIL
GUÐMUNDAR SIGURÐSSONAR
á Fossum í Bólstaðarhlíðarhreppi í Húnavatnssýslu.
TIL MINNINGAR
um
40 ára gangnastjórn hans.
Langt er síðan kjörinn kóngur fjalla
komstu fram á heiðar fyrsta sinn,
þar sem að þú þektir lautir, hjalla
og þúfu hverja, aldni vinur minn.
Jeg veit þú hefir litið þá með lotning
á land og starf, sem geymdi heiður þinn,
og sjeð um leið, hvar »Sáta«, eins og drotning,
sat þar upp við Jökul, kónginn sinn.
Par Jökull kóngur hafði’ um aldir alda
yfir landi ríkt með tignarsvip,
og litið marga kylja þunga’ og kalda
kasta snævi yfir mætan grip.
Pangað átti leiðin þín að liggja,
að lúta kóngi var hið þyngsta mein,
en skatt að heimta’ og vinsemd við hann tryggja
var þín hugsun, bæði djörf og hrein.
Fjárnám vildi’ liann fjallakóngi banna,
fyrir sig hann ýmsar varnir bar,
er þú sagðist kominn til að kanna
í konungshirslum alt, sem fjemætt var.
Kóngur Ijet þá kaldar brúnir síga,
kvað við lúður gnast í hnikarsglóð,
allar mestu hetjur hans til víga
hlupu fram í tryltum jötunmóð.
Vindur fremst í fylking konungs æddi
Frosti og Snær, sem konungsmerkið bar,
þokuhjúpur heiðalandið klæddi,
svo hvergi nærri vígljóst reyndist þar.
Sauður hljóp þar fram með feikna hraða,
af fingri hverjum bitur hremsa þaut,
sjónum manna mestan veitti skaða,
því myrkur færðist yfir hæð og laut.
Jökull kóngur sat með glott á grönum
geigvænlegur horfði á styrjarreit,
hann treysti köppum, hraustum, vígum, vönum
völl að hasla fjallakonungs sveit.
Fiann vissi ei þú varst til frama borinn,
vildir hreinum, fullum sigri ná,
sem Napoleon fyrstu frægðarsporin
þú fremstur steigst í harðri sverðaþrá.
Fram þú sóttir hetjan djarfa, hrausta
hart á móti þessum trylta lýð,
þú áttir fáa fylgdarmenn ótrausta,
en fúsa til að heyja blóðugt stríð.
Áfrain hjelstu, ítran sigur vanstu,
allar Jökuls hetjur fjellu í dá,
fjársjóðina ávalt alla fanstu
og þá fluttir heiðalandi frá.
Fjóra tugi ára stóðstu’ að starfi,
studdir heill og bættir margra hag,
en hver er sá, sem kann að taka’ að arfi
þá konungstign, er skilar þú í dag.
Fjörutíu ára þakkir áttu
unnið starf og þegin heiðurslaun,
í góðri elli glaður lifa máttu.
Guð þig verndi’ og styrki’ í hverri raun.
Sfcarpfjjaðinn öinarsson.
..................... "Hllh. "Hllh. .«11111,. ................................. ■«