Húnavaka - 01.05.1988, Blaðsíða 260
258
HUNAVAKA
Er árið 1987 gekk í garð stóð
mikið til, því á fundi 5. janúar var
ákveðið að hrinda í framkvæmd
hugmynd sem oft hafði verið
rædd, að semja leikrit eða revíu
og var leikstjóri og hugmynda-
smiður, ásamt félögum L.B., Örn
Ingi frá Akureyri.
Óhætt er að segja að aldrei hafi
félagar í Leikfélaginu unnið eins
mikið að nokkru verkefni þá 4
mánuði sem vinna við „Storm í
glasi“ stóð yfir, en þar var allt
unnið frá grunni, texti, söngtext-
ar, undirleikur, sviðsmynd og
búningar, auk þess sem gefið var
út myndarlegt blað með sama
nafni og leikritið, „Stormur í
glasi“, og var því dreift inn á
hvert heimili i Húnavatnssýslu og
víðar. Alls tóku 50 manns þátt í
þessari uppsetningu.
Það urðu því óneitanlega
nokkur vonbrigði að ekki komu á
sýningar nema tæplega 1.000
manns, þar sem hér var þó verið
að gera nýstárlega hluti. Það
sama er að gerast hjá öðrum leik-
félögum hér á Norðurlandi, að-
sókn fer minnkandi og er aðallega
um kennt auknu framboði fjöl-
miðla.
Við í L.B. látum það þó síður
en svo hafa áhrif á okkur og
höldum ótrauð áfram í þeirri trú
að fólk standi kvöld og kvöld upp
frá sjónvarpstækjum sínum og
komi á leiksýningar til eflingar
menningu og metnaði í sinni
heimabyggð.
í stjórn Leikfélags Blönduóss
eru: Njáll Þórðarson formaður,
Ellert Guðmundsson varafor-
maður, Kristín Halldórsdóttir
gjaldkeri, Kolbrún Zophonías-
dóttir ritari og Margrét Skúla-
dóttir.
K. Z.
FRÁ
BLÖNDUÓSSHREPPI.
Fólksfjöldi.
Ibúum á Blönduósi fjölgaði árið
1987 um 36 samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofu íslands.
Framkvœmdir.
Skipt var um jarðveg í 100 m
kafla í Hafnarbraut og 150 m
kafla í Hnjúkabyggð. Þá var skipt
um jarðveg í plani Áhaldahússins
og við Kvennaskólann.
Gengið var frá gangstétt við
Garðabyggð, með graseyjum og
innkeyrslum. Við Hnjúkabyggð
var steypt gangstétt, en þar á eftir
að gera graseyjar.
Kantsteinar voru lagðir við
Garðabyggð, Ennis- og Mýrar-
braut, Ægisbraut, Skúlabraut,
Heiðarbraut, Hnjúkabyggð og