Húnavaka - 01.05.1988, Blaðsíða 104
102
HÚNAVAKA
segja um þá konu, eins og sagt er um bestu konur í fornum sögum, að
hún sé „bæði væn og vitur,“ og vilji alla gleðja og öllum gott gera.
Rannveig var alla tíð gefin fyrir að líta í bók, og átti nokkuð af
bókum, en það sem mest stytti henni stundir, eftir að hún kom á
Héraðshælið var hennar vandaða handavinna. Það var furðulegt að
sjá svo háaldraða konu sitja og prjóna svarta fingravettlinga úr fínu
bandi og hekla af kappi dúka, púðaborð og renninga, og þó með skerta
sjón.
Þegar Rannveig varð níræð, héldu þau hjónin Ragnheiður og
Stefán Sigurðsson, bróðir hennar á Steiná, henni veislu á heimili sínu
og buðu frændum og vinum. Henni bárust góðar gjafir og kvöldið var
skemmtilegt og Rannveig sæl.
öldruð varð Rannveig fyrir þeirri raun að verða blind með skjótum
hætti. Slíkt var henni ofraun að vonum. Fljótlega var flogið með hana
til augnlæknis í Reykjavík, og skömmu síðar kom hún aftur alsjáandi.
Þá var hún mikið fegin. Nú gat hún aftur lesið og tekið til við sitt
handverk. Ekki hafði hún samt mikið fyrir þessa vinnu sína, líklega
ekki meira en vel fyrir efni. Að sjálfsögðu var handavinna Rannveigar
ekki eins fíngerð þegar hún var níræð, eins og þegar hún var ung, en þá
prjónaði hún líka á svo fína prjóna, að þeir voru nærri ósýnilegir, til
dæmis að taka.
Nútíma ungmeyjar stunda mikið bóknám og tónmennt og vissulega
lyftir það andanum á hærra sjónarsvið, en þær ættu samt ekki að
varpa frá sér handverki alfarið, því það er svo gefandi, „til að stytta
stundu langa.“
Að elska í hverju nálspori, er góð og gömul saga, og þetta er líka rétt
hjá Huldu skáldkonu, í kvæðinu „Krosssaumur“:
Saumaðu, litla ljúfan, það líður þessi stund,
senn kemur svífandi tíminn með sorgir og gleði á þinn fund.
Þá verður það ef til vill iðnin, sem yfir harminn þig ber.
Æskunnar trygga athöfn í örvænting fróar þér.
Það hefir aldrei þótt eins tilkomumikið að vera saumakona eins og
að vera smiður, en það er nú alveg hliðstætt. Það er bara æfinlega talið
lítilsverðara það sem konur gera, en kannski breytist þetta í framtíð-
inni. Og víst er um það, að: