Húnavaka - 01.05.1988, Blaðsíða 209
HUNAVAKA
207
nægjusamur og ánægður með sitt hlutskipti, glaðsinna, einstaklega
barngóður og naut sín vel í félagsskap með börnum og unglingum.
Þorbjörn var jarðsettur frá Holtastaðakirkju.
Stefán og Erla.
Jóhanna Bjarnveig Jóhannesdóttir, fyrrum húsfreyja í Brattahlið, lést á
Héraðshælinu á Blönduósi 28. janúar. Bjarnveig var fædd 24. október
1886 að Torfgarði i Seyluhreppi í Skagafirði og var því á 101. aldurs-
ári, er hún lést, og elsti íbúi Húnavatnssýslu.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Jóhannes-
son, þá bóndi í Torfgarði, skagfirskrar ættar,
og kona hans, Kristín Hólmfríður Jónsdóttir,
ættuð úr Húnavatnssýslu. Var Bjarnveig
yngst fjögurra systra, sem upp komust, en
eru nú allar látnar.
Árið 1887 fluttu foreldrar Bjarnveigar að
Elivogum í sömu sveit, og þar missti hún
móður sína aðeins ársgömul. Var heimilið þá
leyst upp og börnunum komið fyrir á ýmsum
stöðum, en faðir Bjarnveigar brá búi, flutti
til Sauðárkróks og dvaldi þar til æviloka. Bjarnveig var tekin í fóstur
til sr. Jóns Hallssonar, prests í Glaumbæ, sem var afabróðir hennar, en
að lokinni stuttri dvöl þar var henni komið fyrir hjá hjónunum Gísla
Árnasyni og Efemíu Indriðadóttur í Álftagerði.
Hjá þeim dvaldi hún næstu fimm árin eða þar til þau fluttu burt úr
Skagafirði, en þá fór Bjarnveig, sem þá var á 7. árinu, að Geldingaholti
í Seyluhreppi til hjónanna Tobíasar Eiríkssonar og Sigfríðar Helga-
dóttur, og hjá þeim ólst hún upp fram yfir tvítugsaldur.
Vart þarf að fara mörgum orðum um hlutskipti munaðarleysingja í
þann tíð. Allir urðu að vinna, jafnvel þótt getan væri lítil. Þetta var
strangur skóli. Þó mun Bjarnveig hafa verið heppnari en ýmsir jafn-
aldrar hennar. Hún átti fremur góðu atlæti að mæta, þar sem hún
dvaldi og skort leið hún ekki. Um skólagöngu var vart að ræða á þeim
árum, utan lítils háttar tilsagnar á heimilum og uppfræðslu fyrir
fermingu.
í Geldingaholti kynntist Bjarnveig mannsefni sínu, Guðmundi