Húnavaka - 01.05.1988, Blaðsíða 258
256
HUNAVAKA
Magnúsdóttir, Staðarbakka, Pétur M.
Sigurðsson, Selfossi, Dómhildur Jóns-
dóttir, Reykjavík, Unnur Einarsdóttir,
Seltjarnarnesi, Ingibjörg Stefánsdóttir,
Reykjavík, Kolfinna Bjarnadóttir og
Hinrik Bjarnason, Reykjavík, Magda-
lena Sæmundsen, Blönduósi, Ólafur
Magnússon, Sveinsstöðum, Þórður Páls-
son, Blönduósi, Grímur Gíslason,
Blönduósi, Haukur Eggertsson, Revkja-
vík, Kristín B. Tómasdóttir, Reykjavík.
FLUGSLYS VIÐ RÖÐUL.
Skýrslum lögreglunnar er skipt
niður í þrjá aðalflokka. Fyrst má
nefna skýrslur um umferðar-
óhöpp, sem urðu 138. Þegar litið
er yfir árið þá er það ljóst að um-
ferðaróhöppum stórfjölgaði og
einnig slysum samfara þeim.
Sumir hafa viljað kenna það
þeirri hækkun á hámarkshraða,
sem gerð var, en ekki er hægt að
koma auga á beint samhengi þar
á milli, þegar litið er yfir skýrslur
um umferðarslys.
I öðru lagi má nefna að gerðar
eru skýrslur um þá opinberu
dansleiki sem haldnir eru í um-
dæminu. Þessar skýrslur urðu 45.
1 þriðja lagi eru 315 skýrslur
um ýmsa málaflokka. Ef nefnt er
það helsta af þeim, þá voru inn-
brot 28, þjófnaðir 19, tjón á búfé
14, skemmdarverk 16, og kærur
vegna líkamsárásar 8. Gistingar í
fangageymslu urðu 16. Öku-
menn, sem teknir voru vegna
meintrar ölvunar við akstur, voru
21 talsins.
Þann 23. júlí varð hörmulegt
flugslys skammt utan við bæinn
Röðul. Þar fórst flugvélin TF-
PRT og með henni fjórir menn.
Banaslys varð er dráttarvél valt
ofan í skurð þegar verið var að
vinna að heyskap. Þá varð bana-
slys í árekstri á Holtavörðuheiði,
en lögreglan í Húnavatnssýslu
sinnir þeim hluta Strandasýslu
alloft.
Sú nýbreytni var tekin upp að
fara i eftirlitsferðir á hálendið á
síðastliðnu sumri og er stefnt að
því að auka löggæslu þar eftir því
sem tími og aðstæður leyfa hverju
sinni.
Kristján Þ.
FRÁ GRUNNSKÓLANUM
Á BLÖNDUÓSI.
Starfsemi Grunnskóla Blönduóss
á árinu var að mestu leyti með
hefðbundnu sniði. Kennsla hófst
7. janúar og gekk samkvæmt
áætlun til vors að því undan-
skildu að verkfall H.f.K. í mars
raskaði að nokkru kennslu í efri
bekkjunum.
Fyrir utan hefðbundna
kennslu voru ýmsir fastir liðir svo
sem árshátíð, grímuball, leikhús-
ferð og fleira. Sumarskemmtunin