Húnavaka - 01.05.1988, Blaðsíða 189
HUNAVAKA
187
engin girðing þar á milli á þessum tíma, þannig að fénaðarferð var
mjög mikil.
Árið 1910 tók Lárus, ásamt Þorsteini bróður sínum, við búi í
Grímstungu og bjuggu þeir þar saman til ársins 1913, en þá fluttist
Þorsteinn burt og var Lárus þá einn um jörðina. Hóf hann fljótlega
ýmsar framkvæmdir á jörðinni enda var Lárus harðsækinn dugnað-
arbóndi. Hleypti hann brátt upp stóru búi og var um skeið einn
fjárflesti bóndi á íslandi.
Lárus kvæntist árið 1915 Péturínu Björgu Jóhannsdóttur sem fædd
var í Hvammi í Vatnsdal 22. ágúst 1896. Stóð hjónaband þeirra með
ágætum þar til Péturína lést 23. júlí 1985. Þeim Péturínu og Lárusi
varð eftirtalinna átta barna auðið: Helga Sigríður fædd 1916, dáin
1920. Björn Jakob fæddur 1918, lengst af bóndi á Auðunarstöðum i
Víðidal, kvæntur Erlu Guðmundsdóttur. Helgi Sigurður fæddur
1920, dáinn 1939. Helga Sigríður fædd 1922, nú húsfreyja á Blöndu-
ósi. Hennar maður er Helgi Sveinbjörnsson. Ragnar Jóhann fæddur
1924, verkstjóri i Kópavogi, kvæntur Elinu Jónsdóttur. Grímur
Heiðland fæddur 1926, vaktmaður í Reykjavík, kvæntur Magneu
Halldórsdóttur. Kristín Ingibjörg fædd 1931, húsfreyja á Bakka í
Vatnsdal. Hennar maður er Jón Bjarnason. Eggert Egill fæddur 1934,
bæjarverkstjóri á Seyðisfirði, kvæntur Hjördísi Líndal. Þá dvöldu
nokkur barnabarnanna i Grimstungu um lengri eða skemmri tima.
Yfirleitt var Grimstunguheimilið mannmargt, og sumt af vinnu-
fólkinu, bæði skylt sem óskylt var þar um árabil. Og þá má ekki
gleyma því að Grímstunga liggur í braut þeirra sem leið eiga á
Grímstunguheiði á öllum tímum árs og eru þeir ótaldir gestirnir sem
þar þágu beina og umhyggju húsbænda.
Lárus í Grimstungu var fremur hár vexti og likamlega mjög vel á sig
kominn. Hann var einstaklega léttur á fæti og þolinn göngumaður.
Hann var atorkusamur og ákveðinn verkmaður en segist hafa verið
„nokkuð ráðrikur.“ Lárus var mikill ferðagarpur og ratvís svo af bar.
Þá stundaði hann hvers konar veiðiskap og var meðal annars refa-
skytta í um 60 ár.
Síðustu æviárin var sjónin mjög tekin að daprast, samhliða því sem
líkamskraftar þurru, og áttu þau hjónin þá ágætu atlæti að fagna á
Bakka hjá Kristínu dóttur sinni og Jóni tengdasyni. En þótt elli sækti
að þá var hugurinn skýr og áhuginn að halda áfram búskap fylgdi
Lárusi til hinstu stundar. Lárus kunni feiknin öll af vísum og hafði