Húnavaka - 01.05.1988, Blaðsíða 251
HUNAVAKA
249
Jón Gíslason, bóndi á Stóra Búr-
felli, og til vara Björn Magnús-
son, bóndi Hólabaki.
Ráðunautar B.S.A.H. unnu að
gagnasöfnun um búrekstrarað-
stöðu í könnun, sem Ræktun-
arfélag Norðurlands hafði frum-
kvæði um. Niðurstöður úr þeirri
könnun, eru tæki sem nota má
sem grunn, að byggðaskipulagi ef
menn kjósa. Vert er þó að hafa í
huga, að skipulag og sjálfs-
ákvörðunarréttur bænda eiga oft
takmarkaða samleið.
Jðh. T.
EIGIÐ HÚSNÆÐI —
RÆKTUNARSAMBANDIÐ
HÆTTIR.
Árið 1987 urðu mikil þáttaskil í
starfi B.S.A.H., flutt var í eigið
húsnæði á Húnabraut 13
Blönduósi, þar sem keyptur var
hluti efri hæðar og innréttaður.
Alls nemur kostnaður við þetta
um 3,3 millj. kr., en eftir er frá-
gangur utanhúss og lóðar.
Þá var rekstri Ræktunarsam-
bandsins hætt og eignir þess, tvær
jarðýtur og verkfærahús, seldar.
Síðustu ár hefur fjarað undan
rekstrargrundvelli ræktunarsam-
banda víða um land, vegna
minni framkvæmda hjá bændum
og meiri samkeppni um aðrar
framkvæmdir. Söluverð hússins
var 3 millj. kr. en vélanna um 2,3
millj. kr. Aðalkaupandi er Krist-
ján Kristófersson frá Köldukinn
og hyggst hann bjóða húnvetnsk-
um bændum þjónustu sína.
Þrátt fyrir góða heyskapartíð
sýna niðurstöður heyefnagrein-
inga afturför í heygæðum og þarf
2,08 kg heys í fóðureiningu en
þurfti 1,95 kg 1986. Heyöflun er
gullgröftur bóndans, en er lík-
lega litlu öruggari en gullgröftur í
Vesturheimi forðum, þó að við
ættum að geta náð meiri gæðum
en við gerum. Til þess eru öll
tækin og tæknin.
Endurvinnsla túna var tæp-
lega 50 ha og nýrækt 26 ha, tölu-
vert minna en 1986. Nýjar
áburðargeymslur voru 1.120
rúmmetrar á móti um 1.500 árið
1986, votheyshlöður 463 rúm-
metrar móti um 830 og þurr-
heyshlöður 850 rúmmetrar en
tæplega 2.100 fyrra ár.
Töluvert var byggt af loðdýra-
húsum, mun meira en fyrra ár og
náðist mjög hagkvæmt verð á efni
í þau hús með útboði á vegum
loðdýrabænda.
Bændum sem skiluðu afurða-
skýrslum um kýr fækkaði úr 40 í
36 og kúnum úr 998 í 902, en
afurðir jukust úr 3.806 kg í 3.861
kg hjá hverri árskú, þótt kjarn-
fóðurgjöf minnkaði um 42 kg á
kú.
Þessa daga er verið að ljúka
undirbúningsvinnu til að hefja