Húnavaka - 01.05.1990, Page 18
16
HUNAVAKA
Nýjungífjósbyggingu
Pú ferð svo að búa á Hofi?
Það var afleiðing af umferðavinnunni. Þá kynntist ég konu minni,
Vigdísi, dóttur Agústs og Ingunnar á Hofi. Fyrstu 10 árin bjuggum
við í félagi við Agúst, en hann hætti búskap árið 1960. Fyrstu árin
var ég með blandaðan búskap, kýr og kindur, eins og allir voru
með þá.
Varst þú ekki fyrslur til að byggja fós með rimlafór, sem nú er hafður
í öllum nýjum fjósum?
Jú, það er út af fyrir sig saga að segja frá því. Fjósið hérna var
orðið lélegt og þurfti að byggja nýtt. Ég hafði frétt af tilraun sem
Gunnar Bjarnason hafði gert á Hvanneyri með rimlaflór til þess að
kýrnar þrifu sig betur. Ég fékk þá hugmynd að hafa haughús undir
fjósinu en þá var slíkt fátítt, að vísu voru hjarðfjósin með timburgólfi
komin þá. Ég fór og skoðaði eitt slíkt fjós í Þrándarholti í Árnessýslu,
en mér leist ekki á það. í fyrsta lagi var timbrið í gólfinu mjög
dýrt og svo þrifu kýrnar sig afar illa. Ég ákvað því að byggja með
haughúsi undir og rimlaflór og fór fram á að þetta væri viðurkennt,
því að það voru margir sem héldu að þetta gengi ekki. í þessum
hjarðfjósum var vont loft vegna þess að kýrnar skitu svo mikið á
grindurnar og skíturinn sat á þeim þar sem þær tróðu hann ekki
nóg niður um rifurnar.
Ég skrifaði tilraunaráði búfjárræktar, held ég það hafi heitið, og
lagði þetta fyrir þá og vildi fá viðurkenningu á þessari aðferð. Þetta
var nefnd sem sett var á laggirnar á þessum árum en þá var svo
mikill hraði á allri tækni og miklar breytingar að ýmis tækni hefur
aldrei breyst eins ört og á þessum áratug. Vélar sem voru ágætar
í dag voru orðnar úreltar eftir tvö til þrjú ár.
Þá var sett á laggirnar þetta tilraunaráð og í því voru: Halldór
Pálsson, Ólafur E. Stefánsson, Sveinbjörn Jónsson, kenndur við
Ofnasmiðjuna, Þórir Baldvinsson og einn enn sem ég man ekki hver
var. Þeirra verkefni var að fylgjast með útihúsum og tækni í sveitum.
Þeir skrifuðu mér aftur bréf undirritað af tveimur nefndarmönnum
og höfnuðu þessari hugmynd minni algjörlega og vöruðu mig jafn-
framt við því að það væri ekki víst að keypt yrði mjólk úr svona
fjósum.
\