Húnavaka - 01.05.1990, Page 24
22
HUNAVAKA
fann gnægð af vatni fyrir neðan Hof í Hjaltadal. Þar hagar svo til
að Hofsáin sem kemur úr nokkuð stórum dal fer öll í urðina og
kemur svo upp nokkru neðar. Þetta þýddi það að þarna var algjör
sía og þar með voru komnar forsendur fyrir bæði heitu og köldu
vatni fyrir laxeldisstöð.
Næst gerðist það að veiðifélögin stofnuðu hlutafélagið Hólalax
sumarið 1979 að Hólum í Hjaltadal. Stofnendur voru flest veiðifélög
í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum og ríkissjóður. f fyrstu stjórn
Hólalax hf. voru kjörnir: Böðvar Sigvaldason Barði, Björn Lárusson
Auðunnarstöðum, Gísli Gíslason Miðgrund, Haraldur Árnason
Hólum, Pétur Hafsteinsson Hólabæ, Valgeir Guðjónsson Daufá og
ég sem var kjörinn formaður stjórnarinnar. Lítillega var farið að
undirbúa framkvæmdir 1979 en þó aðallega ekki fyrr en eftir ára-
mótin. Þetta var upphafið að afskiptum mínum af málefnum Hóla
í Hjaltadal.
Á þessum árum var lögum um bændaskóla breytt og samkvæmt
þeim skipaði ráðherra skólanefnd fyrir bændaskólana. Búnaðarsam-
böndin á Norðurlandi tilnefndu einn mann hvert í skólanefnd
Bændaskólans á Hólum. Ráðherra skipaði árið 1979 eftirtalda menn
í fyrstu skólanefndina, samkvæmt slíkri tilnefningu: Ragnar Bene-
diktsson á Barkarstöðum, Þórarin Magnússon á Frostastöðum, Hjört
Eldjárn á Tjörn, Stefán Skaftason í Straumnesi, Þórarin Þórarinsson
í Vogum í Kelduhverfi og Gísla Pálsson Hofi.
Fyrsti skólanefndarfundurinn var 1. október 1979 og eftir það hófst
þetta ævintýri um endurreisn Bændaskólans á Hólum. Sveinbjörn
Dagfinnsson ráðuneytisstjóri kom að sunnan til að setja okkur inn
í málefni skólans og hélt þarna fyrirlestur ásamt Haraldi Árnasyni
skólastjóra um hvernig málin stæðu. Þau voru nú frekar dapurleg,
því að það voru aðeins sjö nemendur sem höfðu sótt um skólavist
og fáir úr sveit af þeim. Þegar þeir höfðu lokið máli sínu gengu
þeir út og sögðu við okkur: Nú skiptið þið með ykkur verkum og
takið við stjórninni og svo komum við inn aftur.
Ég var snöggur til og stakk upp á Hirti sem formanni. Ég sagðist
vera aldursforsetinn þarna og því hafa rétt til að stjórna þessari kosn-
ingu nefndarinnar. Hjörtur spurði mig þá með sínum rólegheitum.
Hvað ertu gamall, Gísli. Nú, ég er 59 ára, svaraði ég. Hvenær ertu
fæddur?, hélt Hjörtur áfram. Árið 1920, sagði ég. í hvaða mánuði
ertu fæddur?, spurði hann með sömu rólegheitunum. Ég er fæddur