Húnavaka - 01.05.1990, Page 45
HERMANN PÁLSSON:
I Forsæludal
i
Af öllum fornsögum okkar dregur engin jafnmikinn dám af vetri og
veðraofsa og Grettla, enda er slíkt einkenni í samræmi við eðli sög-
unnar í heild. Vetur, kuldi, myrkur: hér er um að ræða þætti sem tákna
auðnuleysi, fjandskap, einveru og jafnvel dauða, enda eiga þeir býsna
vel heima í harmsögum á borð við Grettlu. Höfundur hennar var
mikill listamaður og vissi mætavel hvernig haga skyldi frásögn í því
skyni að ná sem mestum áhrifum. Grettir er nýkominn til sögu, ein-
ungis tíu vetra gamall, „fríður maður sýnum, breiðleitur og skamm-
leitur, rauðhærður og næsta freknóttur, ekki bráðgjör meðan hann
var á barnsaldri,“ þegar faðir hans fær honum þrjú störf, hvert á
fætur öðru: Að gæta heimagása á Bjargi, að strjúka bak á karli við
eld og í þriðja lagi að gæta hrossa að veturlagi, og var það ekki
heiglum hent, því að hann átti að standa yfir þeim á beit þangað
til hryssunni Kengálu þótti mál að halda heim, en hún var furðu
seig við að bíta.
Nú tekur Grettir við hrossageymslunni og leið svo fram yfir
jól. Pá gerði á kulda mikla með snjóvum og illt til jarða. Grettir
var lítt settur að klæðum en maður lítt harðnaður. Tók hann
nú að kala, en Kengála stóð á þar sem mest var svæðið í hverju
illviðri. Aldrei kom hún svo snemma í haga að hún myndi
heim ganga fyrir dagsetur.
Nokkrum árum síðar fer Grettir utan og er fyrsta veturinn á Hára-
marsey við Suðurmæri. Áður en langt um líður brýst hann einn
síns liðs inn í Kárshaug, og verða þar hörð átök, en „svo lauk að
haugbúinn féll á bak aftur“ og Grettir hjó af honum höfuðið og
setti það „við þjó honum.“ Á aðfangadag jóla koma þangað tólf