Húnavaka - 01.05.1990, Síða 46
44
HÚNAVAKA
berserkir, og vinnur Grettir þá alla einn síns liðs. Þegar hann haíði
gengið af tíu dauðum, var langt liðið á jólanótt. „Veður gerði kalt
mjög með fjúki,“ og Grettir lætur vetrarkuldann ráða niðurlögum
þeirra illvirkja tveggja sem enn voru á lífi. Næstu jól á eftir er Grettir
kominn norður í Sálpt á Hálogalandi, og þar drepur hann híðbjörn
einn grimman, sem „varð svo ólmur að hann eirði hvorki mönnum
né fé.“ í annarri utanferð sinni tekur Grettir land í Fjörðum, og
síðan fóru þeir „norður með landi og fengu oft hörð veður, þ\ í að
þetta var öndverðan vetur. Og er þeir sóttu norður að Staði, fengu
þeir illviðri mikið með fjúki og frosti og tóku nauðulega land eitt
kveld, allir mjög væstir.“ Þá vinnur Grettir það mikla afrek að synda
yfir helkalt sund til að sækja eld lianda króknuðum félögum sínum.
En svo illa tekst til að skálinn þar sem Grcttir tók eldinn brann
til kaldra kola brátt á eftir, og fórust allir sem þar voru inni. Honum
var kennt um slysið. Að jólum kom Grettir til bónda eins suður
á Jaðri og gerði honum þann mikla greiða að drepa harðvítugan
berserk sem krafðist dóttur bónda. Heima á íslandi vann Grettir
það mikla afrek á jólum að glíma við tröllkonu norður í Bárðardal
og ganga af henni dauðri. Hitt þykir þó ekki minna um vert að
hann kafaði undir foss í Skjálfandafljóti og drap þar mikinn jötunn.
Þó er enn ótalið það vetrarverk Grettis sem varpar einna mestum
ljóma - og skugga - yfir hetjuskap hans, en það átti sér stað í For-
sæludal milli utanferða.
II
Af öllum andstæðingum Grettis var Glámur hættulegastur, enda
veldur hann Gretti miklu bölvi. Nú er það býsna merkilegt að Glám-
ur er sérstaklega tengdur við vetur, og nafn hans minnir á nótt;
orðið glámur merkti „daufa birtu, villuljós,“ og var raunar eitt af
heitum tunglsins. Glámur var útlendingur, ættaður úr Sylgsdölum
í Svíþjóð, „mikill vexti og undarlegur í yfirbragði, gráeygur og opin-
eygur, úlfgrár á hárslit.... Hann var ósöngvinn og trúlaus, stirfinn
og viðskotaillur. Öllum var hann hvimleiður.“ Grátt litarfar hæfir
vel hlutverki hans. Hann gerðist sauðamaður á Þórhallsstöðum í
Forsæludal, en þar var svo reimt að bónda gekk illa að fá vetrarmenn.
Glámur var þó ekki lengi í vistinni. Hann kemur í dalinn að vetur-