Húnavaka - 01.05.1990, Blaðsíða 47
HUNAVAKA
45
nóttum og hættir ijárgeymslu á jólum, heldur skyndilega þó og með
óvenjulegu móti.
A aðfangadag jóla er Glámur snemma á fótum og kallar til matar
síns, en í kaþólskum sið tíðkaðist að fasta þann dag, enda er húsfreyja
treg að gefa honum mat. En Svíinn lætur sér ekki segjast: „Marga
hindurvitni hafið þér, þá er eg sé til einskis koma.1 Veit eg eigi
að mönnum fari nú betur að heldur en þá er menn fóru ekki með
slíkt. Þótti mér þá betri siður er menn voru heiðnir kallaðir, og vil
eg hafa mat minn og engar refjur.“ Húsfreyja þorir ekki annað en
að ganga sem hann vildi, og er hann var mettur gekk hann út og
var heldur gustillur: „Veðri var svo farið að myrkt var um að litast,
og flögraði úr drífa og gnýmikið, og versnaði mjög sem á leið daginn.
Heyrðu menn til sauðamanns öndverðan daginn, en miður er á leið
daginn. Tók þá að fjúka og gerði á hríð um kveldið.“ Glámur kom
ekki heim um nóttina. Á jóladag er farið að leita, og fannst hann
dauður ofarlega í dalnum, „blár sem hel, en digur sem naut.“ Sú
meinvættur sem olli reimleika haíði orðið Glámi að bana, en hann
mun þó hafa gengið af henni dauðri, og brátt tekur hann við hlutverki
hennar. Enginn vegur reyndist að færa hann til kirkju, svo að hann
var dysjaður þar sem hann var kominn. En Glámur lá ekki kyrr,
og þegar eftir jólin þóttust menn sjá hann heima á bænum. „Því
næst tók Glámur að ríða húsum á nætur, svo að lá við brotum.
Gekk hann þá nálega nætur og daga. Varla þorðu menn að fara
upp í dalinn, þó að ætti nóg erindi.“
Um sumarið ræður bóndi sér nýjan sauðamann, og var sá einnig
útlendur að kyni; með því að hann hét Þorgautur, þá hafa fróðir
menn látið sér til hugar koma að hann hafi verið gauskur. Þorgautur
var mikið hreystimenni og hló að hræðslu manna við Glám. Hann
tók við fjárgeymslu um veturnætur og verður ekki lengur í vistinni
en Glámur forveri hans. Aðfangakveld jóla verður húsfreyju að orði:
„Þurfa þætti mér að nú færi eigi að fornum brögðum." Sauðamaður
gekk til fjár síns. „Veður var heldur kalt og fjúk mikið.“ Hann kom
ekki heim um kveldið; á jóladag fóru menn að leita og fundu sauða-
mann hjá dys Gláms „brotinn á háls og lamið sundur hvert bein
í honum.“ [Svipuðu orðalagi er síðar beitt um meðferð Gláms á
hesti Grettis: „Þá var upp brotið húsið, er bóndi kom til, en hesturinn
dreginn til dyra utar, og lamið í sundur í honum hvert bein.<r\. En eftir
dráp Þorgauts tekur Glámur að magnast að nýju, svo að bóndi varð